Leita í fréttum mbl.is

Endasleppt orđuhjakk forseta snobbýlýđsins

gwöđneEnn á ný vagar forseti efrimillistéttarinnar og yfirstéttarinnar fram á gólfiđ á Bessastöđur og nćlir orđu framan á bringuna á nokkrum vindţurrkuđum liđleskjum, sem ekkert hafa gert annađ en ađ stunda sinn ţurrpumpuskap. Ţetta ţykir kjánum auđvaldsţjóđskipulagsins ósköp fínt og er víst ekki laust viđ ađ sumt af ţessu skraufţurra tepruliđi nái ađ kreista fram nokkra illţefjandi dropa hlands í buxurnar um leiđ og forsetadindillinn fer um ţau höndum.

Í sambandi viđ ţessa orđuíţróttahátíđ snobblýđsins, ţá erum vér ekki frá ţví, ađ skömminni skárra vćri forsetinn hengdi krossa á stórmenni á borđ viđ Ţorstein Má útgerđarhöld, Ólaf Ólafsson útvegsbónda, Sigurđ Hakkara, og Ása Ökumann í stađ ţess ađ eyđa púđri á háskólaţurrkađar geldćr og holtaţokusauđi, sem liggja feitir garđi hjá. Eins vćri hugulsamt af elítunni ađ senda forseta sinn međ nokkra krossa á bakinu út um víđan völl til ađ reka niđur í jörđina til sćmdar burtsofnuđum löndum vorum.

Vér sjáum fyrir oss hvar forsetinn eigrar út í mýri, međ broddborgarastóđ og burgeisa álengdar, og heiđra Björn Haraldsson frá Öxl fyrir óeigingjarna frumkvöđlastarfsemi; einnig mundi forsetinn heiđra Gretti, Glám og Ţórólf Bćgifót fyrir ţeirra afrek; og hiđ efrimillistéttarlega kvenkyn mundi fá sína krossa á Móhúsa-Skottu, Grýlu gömlu og Ráđskonuna á Holtavörđuheiđinni. Međ slíkum embćttisverkum teljum vér ađ forsetamyndin ađalsins gerđi ţá ađ minnsta kosti eitthvađ rétt.   


mbl.is 14 Íslendingar sćmdir fálkaorđunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Vel mćlt Jóhannes. Orđurnar eru ćtlađar til ţess ađ sýna og sanna ađ nýju fötin keisarans séu nú til ţrátt fyrir allt, ţrátt fyrir ađ erfitt sé ađ grilla í ţau.

Svona er ţetta međ hámenninguna nú til dags. Hún er loftiđ eitt. Ţađ sem Laxness skrifađi af metnađi gerđi hann í bláfátćkt. 

Megas orti:"Djöfullinn er í Dagsbrún nú", 1977. Ţá var umtalađ ađ Gvendur jaki hefđi gengiđ auđvaldinu á hönd og Dagsbrún, ţegar verkafólkiđ fékk ekki nćgilegar kjarabćtur ađ margra mati. Sólveig Anna, dóttir Jóns Múla ćtlar ekki ađ verđa eins.

Hvađ má ţá segja um VG núna? Hefur hún ekki selt sálu sína?

Ingólfur Sigurđsson, 17.6.2021 kl. 16:43

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Viđ vonum auđvitađ ađ dóttir Jón Múla gangi ekki auđvaldinu á hönd og ekki ţori ég ađ fullyrđa ađ Gvendur jaki hafi nokkru sinni gert slíkt. Reyndar var Guđmundur einhver besti og mesti verkalýđsforingi sem viđ höfum átt og Sólveig Anna á langt í land međ ađ komast međ tćrnar sem hann hafđi hćlana. 

VG er algjörlega ónýtur flokkur, sem ađeins á eftir ađ lognast út af. Honum verđur ekki bjargađ, ţó svo ađ hann sé ađ mćlast međ 12-14% í skođanakönnunum um ţessar mundir. Ţađ má vera ađ fólkiđ sem enn er í VG breyti fyrirbćrinu sínu formlega í tiltölulega hćg-hćgrisinnađan, borgaralegan létt-grćningjaflokk, en ţađ vćri viringarvert, ţví hugur ţessa fólks stendur ekki til vinstri, allrasíst pólitíkur sem byggir á sósíalisma og stéttabaráttu. 

Jóhannes Ragnarsson, 17.6.2021 kl. 18:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband