Leita í fréttum mbl.is

Mikil tækifæri framundan vegna gjörbreyttra aðstæðna

brúÍ staðinn fyrir að færa Selfrussurum nýja brú yfrum Ölfusá væri nær að saga núverandi brú í sundur við báða enda og steypa henni í heilu lagi í djúp fljótsins í þeirri von að aldrei sjáist til hennar meir. Ef menn nenna ekki að beita sögum á brúarræksnið má vel sprengja hana í tætlur með dínimíti og aftengja lýðinn austan Ölfusár frá höfuðborgarsvæðinu. Norðlendirngar, Akureyringar og soleiðis fólk, geta sem best þotið suður Kjöl elligar Sprengisand ef þeim langar endilega að heimsækja Selfrussara og Rangæinga.

Einnig eru upp ráðagjörðir meðal dýralækna Vegargerðarinnar að taka þjóðveginn sundur neðan við  Kambabrúnir; einnig í Þrengslum; eldgosið sér um að eyða Suðurstrandarvegi. Mikið mun ríkið og þjóðfélagið græða stórar fúlgur fjár í sparnað, ef áðurnefndar hugrenningar dýralæknanna verða að veruleika. Þá er bara eftir að komast að því hvur það var sem kúkaði á gólfið í Samgönguráðuneytinu. Eitt er víst og það er það, að ekki skeit þar nautgripur, sauðpéningur, né aðrir þarfagripir. Beinast sjónir manna nú helst að húskörlum gömlu Framsóknarmaddömunnar, sem mjök eru á sveimi í Samgönguráðuneytinu um þessar mundir, öllum til tjóns.

eldgosSvo er annað alvarlegt mál í uppsiglingu: Sem sé spá vísindamanna þess efnis, að brátt snúi gosið mikli á Reykjanesi hrauntaumum sínum í útnorður og velli yfir Reykjanesbrautina á fimmtán kílómetra kafla og þar með verði ferðamannastraumurinn til landsins og frá landinu úr sögunni. Eflaust verður einhverjum létt ef Keflavíkurflugvöllur verður einangraður hólmi á Suðurnesjum þangað sem aunginn kemst nema fuglinn fljúgandi. Aðrir leggjast ugglaust fyrir, grénjandi og veinandi eins og stungnir grísir, og deyja svo drotni sínum öllum til ánægju. Það eru alltso mörg spennandi tækifæri í pípunum vegna yfirvofandi breytinga á ferðaferli innanlands og allir kjósa tækifærin, eins og einn nautheimsk frambjóðandatíta auglýsti sig með.  


mbl.is Umferðaröngþveiti á Selfossi: „Nýja brú strax!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband