Leita í fréttum mbl.is

Óhamingju vinstrstjórnmála á Íslandi verður allt að liði

x55Mikið er ég nú orðinn leiður á stjórnmálaflokkum sem sigla eins og ekkert sé undir fölsku flaggi. Verst er ástandið á þessum svokallaða ,,vinstrivæng", en þar hefir um árabil ríkt harðlífi, stöðugur, vísvitandi ruglandi, tækifærismennska af verstu tegund, og hugsjónadofi og þurrð sem tekur út fyrir allan þjófabálk. Síðustu fjóra áratugina hafa lukkuriddarar og sérkennilega athyglissjúkir jólasveinar,sumir í síðkjólum aðrir í pilsi, stormað út á ,,vinstrivænginn" veifandi háskólagráðum og gargandi í taumlausri sjálfsdýrkun: ,,Nú skal ég! Nú skal ég!", þó varla eða alls ekki hafi örlað vinstrimennsku eða sósíalisma í höfði þeirra og brjósti.Það var því engin furða þegar snillingurinn Guðbergur Bergsson rifhöfundur í Grindavík kallaði þetta lið ,,undanrennu af gömlu sósíalistunum".

Saga róttæks sósíalisma á Íslandi er saga útþynningar, sem náði hámarki þegar borgaralegir menntamenn og spjátrungar náðu að yfirtaka sósíalísku hreyfinguna og verkalýðshreyfinguna, gelda stéttabaráttu verkafólks og ýta henni út í horn sem einhverju alveg sérlega púkó og lásí fyrirbrigði sem siðuðu fólki væri auðvitað ekki boðleg. Á þessum grunni, ásamt með því háborgaralega jukki fémínísmanum, einhverju rugli sem þeir kalla ,,frjálslyndi" eða eitthvað þessháttar og harðkapítalískri ,,hagfræði" Vesturlanda, voru um síðustu aldamót stofnaðir tveir stjórnmálaflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, sem gerðu tilkall til vinstrisinnaðra kjósenda og sósíalista. Auðvitað mistókust þessir flokkar algjörlega og úrkynjunin hélt áfram með öllum þeim óheiðarleik og óþverraskap sem slíku fylgir; þeir fóru að rækta hugsjónalausa undanrennuunga, sem eru þeim kosti búnir að vera öldungis óhæfir til stjórnmálastarfa. Í kjölfarið fylgdu ruslflokkar á borð við Pírata, Borgarahreyfinguna og Miðflokkinn. Og allt þóktist þetta lið vera að berjast á móti ,,spillingu" án þess jafnvel að kunna skýr skil á því hugtaki. 

Það er orðið býsna langt síðan ég og fleiri fórum að sjá í gegnum þennan subbulega og tilgangslausa loddaraleik í nafni vinstripoletikur og sósíalisma. Það var fyrirséð að vinstrisinnað fólk gat ekki til lengdar unað við uppskafningsflokka til vinstri, og ef ekki ætti illa að fara á ,,vinstrivængnum" væri nauðsynlegt að gera bragarbót þar á og stofna raunverulegan Sósíalistaflokk, þar sem heiðarleiki og mannvit skipuðu öndvegi. Upp úr þessum hugleiðingum gerist það að tækifærissinninn og hugjónaleysinginn Gunnar Smári stökkur eins og úlfur í sauðagæru upp á sviðið og borðar sósíalistaflokk! Hann sá sér leik á borði, þott ekki væri hann sósíalisti, að stofna flokk sem væri meðaltalið af VG og Samfylkingu. Nú honum tókst að safna kringum sig klíku af háfvitlausu fólki, sem nú hefir birt sinn fyrsta framboðslista til alþingiskosninga. Um þessa sorglegu þróun mála er víst fátt annað hægt að segja, en að óhamingju sósíalismans á Íslandi verður allt að liði. En eitt er þó ljóst: Fyrsti framboðslisti ,,Sósíalistaflokks" Íslands vegna alþingiskosninga, er enn ein staðfestingin á úrkynjun vinstripólitíkurinnar, því listinn atarna er á ekkert skylt við sósíalisma heldur eru þarna fémínístar, lukkuriddarar og ekkisósíalistar ásamt lúserum á ferð. En baráttan heldur áfram. 


mbl.is Þór Saari í öðru sæti á lista sósíalista í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband