Leita í fréttum mbl.is

Mun meiri hætta á kröftugu samfaragosi nú en hamfaragosi

eldgosNei, það er engin ástæða til að spá hamfaragosi. Hinsvegar er þeim mun meiri hætta á kröftugu samfaragosi með öllum þeim hörmungum sem þessháttar gosi fylgir. Fyrir tíu árum varð ógurlegt samfaragos að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar manns hennar. Þar vóru þá staddir ásamt þeim hjónum fáeinir júnkar úr ríkisstjórninni, ennfremur þekktir fákar úr stjórnarandstöðunni, bankagraddar og fjárfestingafól og hryssur nokkrar allvakrar. Þessu mannvali til viðbótar vóru þar á staðnum ekki ómerkari persónur en Máría Borgargagn, Indriði Handreður, Brynjar Vondalykt, Óli þ. Apaköttur, Sigurveig Dræsa og séra Atgeir p.t. Fjallabaksen. 

Það var ekki fyrr en frú Ingveldur dró upp stríðsrommið og stóran bréfpoka fullan af dufti, sem var gríðarlegur mulningur úr víagra, kókaíni, amfetamíni og rottueitri, að hitna fór í kolunum svo orð var á gerandi. Og sem hleypt væri af fallbyssu stökk allt liðið á sama augnablikinu á stofugólfið af þeim freyðandi og froðufellandi losta, sem Borgargagnið , Handreðurinn, Kolbeinn og Vondalyktin þrá og dreymir um nætur sem daga. Þar kom, að ráherradurgur, digur þjór og ístrumikill, tók niðrum sig buxurnar og hugðist leggja frú Ingveldi í miðja kösina til þembingar, en fékk að launum krepptan hnefa frú Ingveldar beint á trýnið og steinrotaðist; féll hann þegar í stað í valinn með nefið millum þjóhnappa Vondulyktarinnar, sem lá þar rymjandi eins og göltur, abelsínugölur í framan og slefandi.

hundur3Í þessum hamförum gengu flestar af fyrrnefndum hryssum af vitinu og með þrjá stjórnmálamenn og einn bankasjéff var farið með beint á vitfirringahælið og margir aðrir áttu við mikla sál-og geðræna koplexa og ónáttúru að etja lengi á eftir. Kolbeinn Kolbeinsson missti fljótt meðvitund í samfaragosinu og varð því ekki meint af, en Máría Borgargagn iðaði látlaust í heilan mánuð eins og grálúsugur kattarskratti; það þókti undur fróðlegt að horfa á hana sitja í stól þennan eftirminnilega mánuð. Það var nú meiri helvítis eftirálostabruninn atarna! Eins og gefur að skilja varð þessi atburður um verslunarmannahelgi og einhvern veginn í fjandanum hafði rakki nágrannans komist í samkvæmið á heimili frú Ingveldar og Kolbeins og olli það öðrum viðstöddum miklum heilabrotum óhugnaði þegar frá leið, því mörgum varð hugstætt þegar hundkvikindið kom vaðandi inn og stakk hausnum beint ofan í áðurgreindan bréfpoka og sogaði gríðarlega, einnig lapti dýrið upp lítér sterks áfengis sem farið hafði á gólfið í eldhúsinu. Ber flestum saman um, að Djöfullinn sjálfur í eigin persónu hafi hlaupið í hund nágrannans þetta gleðiríka kveld og því hafi farið sem farið fór. Einmitt.


mbl.is Engin ástæða til að spá hamfaragosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband