Leita í fréttum mbl.is

Ölvaðir talningarmenn, sérhannaðir kjörkassar og strangheiðarlegur kjósandi

fundur2Í kveld ætla þeir að telja aftur í Suðurlandskjördæmi. Þá verða kjörkassarnir teknir til endurskoðunar, falskir botnar fjarlægðir, sem og auka atkvæðaseðlar, að því búnu verða þeir sýndir blaðaljósmyndurum, sem geta tekið af þeim myndir í svo sem stundarfjórðung. Að sérhanna kjörkassa er mikið nákvæmnisvinna, þar sem aðaláherslan er lögð á að kassarnir skili upp úr sér því sem til er ætlast af valdinu, valdstjórninni og ríkisstjórninni. Nú hefir það víst gjörst, þvert ofaní væntingar, að alvarlega hefir skolast til í kjörkössunum með þeim afleiðingum að tölur stemma ekki og Beggó aftur kominn inn á þing. Sumir vilja meina, að ástandið sé ekki alvarlegra en svo, að talningarmennirnir hafi bara verið fullir, farið línuvillt þegar þeir lögðu saman og allt farið í hund og kött.

En hvað á gjöra við drukkið talningarfólk? Láta það telja aftur? Eða? Væri eftir vill affarasælast að berja það dálítið og koma því svo í refsivist að Litla Hrauni? Jú, það væri þjóðráð, sem sýndi að yfirvöld tækju hart á talningarglæpum, og almenningur mundi gleðjast að eiga réttlátt og röggsamt yfirvald. Og af hverju í andskotanum voru kvikindin full, sauðdrukkin og delerandi við talninguna? Komu þau sjálf með áfengi með sér? Voru þau máske blindfull þegar þeim var hleypt inn í talningasalinn? Veitti yfirkjörstjórn talningarfólkinu vín eftir að talning var hafin og þá til hvers? Þessum og mörgum öðrum spurningum verður að svara, áður en talningaslektinu verður stungið inn.

Í einum stað á landinu hefir strangheiðarlegur maður um langt árabil tekið að sér að kjósa fyrir alla í kjördeildinni. Þar hefir sem sé ekki verið þörf á sérhönnuðum kassa með flóknum hagræðingarútbúnaði til þess að kosning verði rétt. Í kjördeild strangheiðarlega mannsins er einfaldlega farið þannig að, að sá strangheiðarlegi mætir um leið og kjördeild opnar, fær kjörseðlana afhenta og fer með þá inn í kjörklefann og kýs á þá alla og skilar þeim að svo búnu í kassann. En formaður kjördeildar merkir við alla þá er hafa kosningarétt í kjördeildinni og gengur frá pappírum. Ef einhverjir kjósendur mæta á kjörstað er þeim snúið við með þeim orðum að þeir séu búnir að kjósa.


mbl.is Talið aftur í Suðurkjördæmi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er tilbúin í talningu

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.9.2021 kl. 15:53

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það verður ekkert brennivín með talningunni í kvöld!

Jóhannes Ragnarsson, 27.9.2021 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband