Leita í fréttum mbl.is

Ţau höguđu sér eins og bestíur viđ talninguna

kol1Sannarlega hefir kjörstjórnin og talningarstóđiđ hagađ sér eins og bestíur í Borgarnesi og fordjarfađ atkvćđatalningunni, sem ţeim var ţó trúađ fyrir. Ţađ er aungvu líkara en ţetta vafasama fólk, međ formenniđ í fylkingarbrjósti, hafi lagt mun meiri áherslu á ađ drekka viđ talninguna en ađ telja atkvćđin, enda fór svo ađ atkvćđi kjósenda í Norđvesturkjördćmi lágu í hrúgum ofan í tómum bjórkössum fyrir hunda og manna fótum, hvađ sem ţađ hefur nú átt ađ ţýđa. Svo ţegar allir í talningagenginu, sem og yfirkjörstjórnin, voru orđin svo augafull ađ ţau stóđu vart í lappirnar og vissu ekki handa sinna skil, slöguđu ţau eđa skriđu, eftir atvikum, burt af stađnum og skildu allar dyr eftir opnar upp á gátt. Fjandinn má svo vita hvar ţessi sérkennilegi söfnuđur svaf úr sér vímuna.

Auđvitađ er kosningin í Norđvesturkjördćmi ónýt, hvađ svo sem Sjálfstćđisflokkurinn og Birgir Ármannason hamast viđ ađ reyna ađ fá hana tekna gilda. Ef ţetta kosningarugl fćr ađ standa, ţá verđa ţeir einstaklingar sem fá kjörbréf upp á ađ ţeir séu alţingismenn Norđvesturkjördćmis, ađ una ţví ađ kjósendur líti á ţá sem eitthvađ annađ en ţingmenn. Svo er náttúrlega ótćkt ađ saklausir kjósendur séu neyddir til ađ greiđa ţessháttar platţingmönnum laun, og ţau meira ađ segja himinhá. Og formenni yfirkjörstjórnar Norđvesturkjördćmis á ađ leiđa í bandi eins og stagkálf beint austur á Litla Hraun til geymslu í óákveđin tíma.

En aumingja Birgi Ármannayni er vorkunn ađ ţurfa ađ standa í öđru eins ströggli sem ţessu; af málfari hans um ţetta skuggalega mál má ráđa, ađ hann veit ekki sitt rjúkandi ráđ, en verđur samt, ađ bođi Flokksins, ađ koma málum ţannig fyrir ađ kosningin verđi tekin gild, báđar talningar og líka talningin upp úr tómu bjórkössunum. Ef Birgi tekst ekki ađ fá nefndarfólk sitt, hr. Björn Leví og ţau hin, til ađ loka augunum fyrir ölćđistalningunni í Borgarnesi, er stórfelld hćtta á ađ alţingiskosningarnar ţann 25. september hafi í heild sinni, í öllum kjördćmum, fariđ gersamlega út um lćri og maga og landiđ verđi stjórnlaust og vitlaust ţar til búiđ verđur ađ kjósa aftur.     


mbl.is Talningarsalurinn var ólćstur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband