Leita í fréttum mbl.is

Síra Baldvin flutti erindi um mál síra Eiríks á sýnódus

prestur1Eitthvað held ég síra Eiríkur hafi stungið fingri í rangan þumal þegar hann hófst handa við að gera út á Guð Almáttugan og sósíalistann Jésú Krist. Sennilega hefði orðið farsælla fyrir þennan útgerðarmann að sleppa Biflíunni, Drotni og litla sósíalistanum frá Nasaret, en setja heldur traust sitt allt á guðinn Mammón, enda stendur sá guð ugglaust síra Eiríki nær en aðrir guðir.

Annar kennimaður og mun stærri síra Eiríki, sjálfur síra Baldvin, hefir flutt erindi á sýnódus um péééníííga-sjúka falsspámenn, ,,sem nudda sér utan í Krist í sjónvarpinu með annarri hendinni meðan þeir svíkja undan skatti með hinni", eins og síra Baldvin orðaði það svo snyrtilega í erindi sínu. Ennfremur sagði hann, að þrjótar sem verða uppvísir að því að greiða ekki keisaranum það sem keisarans er ætti að færa upp á Gólanhæðir og hafa þá þar til sýnis fyrir sanntrúaða. Í lokaorðum sínum gjörði síra Baldvin sýnódus grein fyrir því, að hann sjálfur væri tilbúinn að flengja óþokka, sem sekir gjörast um dáraskap við kristindóminn, með heilagri ritningu þar til þeir ákölluðu alla heilaga sér til bjargar og ekki mundi hann heldur telja eftir sér að bannfæra þessháttar glæpamenn formlega úr predikunarstóli.

Þess má geta í þessu sambandi, að fyrir skemmstu stóð síra Baldvin ferðamann nokkurn að þeirri ólánsiðju að míga á vegg höfuðmusteris síra Baldvins. Þann útsendara Sathans greip síra Baldvin og hafði með sér í kirkjuna og hýddi hann þar til óbóta með Biflíunni upp við altarið. Ferðamannsauminginn varð eitthvað óhress með hirtinguna og hugðist kæra þennan grimma prestsvarg fyrir lögreglunni á staðnum. En lögreglan vissi hvað til síns friðar heyrði og lokaði ferðamanninn inni í nokkra daga og hann fékk ekkert að eta annað en blávatn og svartabrauð. 


mbl.is Eiríkur hjá Omega dæmdur fyrir tugmilljóna skattabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband