Leita í fréttum mbl.is

Meinleg mistök uppstillingarnefndar komu í veg fyrir framboð SigInga

fundurÞað munaði ekki nema örlitlu broti úr hársbreidd að Sigurður Ingi Þórðarson skipaði efsta sætið á einum framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sem er víst ekki enn lokið þrátt fyrir að kjördagur hafi verið fyrir mánuði síðan. Samkvæmt sameiginlegu mati allra kjör- og uppstillinganefnda Flokksins, þá þókt Sigurður Ingi uppfylla öll skilyrði sem prýtt geta fyrirmyndarframbjóðanda og poletiskan leiðtoga. En fyrir leiðinda handvömm, misskilning og andvaraleysi varð ekki af því að Sigurður Ingi tæki leiðtogasæti.

Það sem olli hinum meinlegu miss-tökkum uppstillingarnefndar má rekja til að þess að línum slá saman í höfðinu á nefndarmönnum þegar þeir sáu að Sigurður Ingi var allt í einu orðinn oddviti á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, því að þar með var málinu lokið af þeirra hálfu. Svo kom í ljós, en þá of seint, að Sigurður Ingi á framsóknarlistanum var SigIngi ráðsmaður gömlu og geðillu Framsóknarmaddömunnar en ekki fyrirmyndarsjálfstæðismaðurinn góði, Sigurður Ingi Þórðarson. Þar með misstu Sjálfstæðisflokksmenn af besta bitanum á frambjóðendamarkaðnum þetta árið.

Nú, ekki hefir farið framhjá neinum, að SigIngi Þórðarson er afburða fjármálamaður, fjáraflamaður með afbrigðum og kunnur fyrir einstaka hugkvæmi og sköpunargáfur á svið péníngagjörninga og auðsöfnunar. Á alþjóðavettvangi hefir hann starfað með frægum og mikilsvirtum aðíljum og leyst þrautir, sem helstu leyniþjónustur veraldar stóðu ráðþrota gagnvart. En fyrst að kosningarnar frá 25. september síðastliðnum hafa dregist svona á langinn og óvíst að þeim verði nokkurn tíma, hefir komið fram hugmynd hjá til þess bærum konum, að SigInga Sjálfstæðisflokksmanni verði falið að leiða starfsstjórn þar til tekist hefir að halda kosningar til Alþingis á löglegan hátt. Jafnframt verði SigInga falið að leiða að minnstakosti tvo af listum Sjálfstæðisflokksins við þær kosningar. En mistök uppstillingarnefndar varðandi SigInga og SigInga voru að sönnu hvimleið og hálfpartinn til skammar. 


mbl.is Sigurður áfram í síbrotagæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband