Leita í fréttum mbl.is

Frelsun kóvíðs nítjánda skilar fljótum og frábærum árangri

x46Nú, síðustu ráðstafanir Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum þjóðarinnar voru fljótar að skila sér eins og hinar fyrri. Ekki munum vér hvort þetta er í annað, þriðja, fjórða eða fimmta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir að hressa upp á heilsu Íslendinga með því hleypa hinni alræmdu drepsótt, kóvíð nítjánda, frjálsri á þá, - til hvers veit aunginn,- kannski í grisjunarskyni, því auk ágætismanna falla þorparar og þrjótar líka eins og flugur úr kóvíði, bókstaflega hrynja eins og uppþornaðar mýs út um alla glugga Landspítalans.

Það verður víst að segja hvurja sögu, eða sugu, eins og hún er og kemur fyrir. Um bráðum tveggja ára skeið hefir helsta stefnumál Sjálfstæðisflokksins, ráðherra hans og þingmenna, verið að fá að gefa fyrrnefndan kóvíð nítjánda lausan og linna ekki látum fyrr en þjóðin verði ásættanlega fullpækluð upp úr veirunni og drjúgur hluti hennar komin undir græna torfu. Þeir telja nefnilega þarna í Valhöllu, að stóra-bóla á átjándu öld hafi fært oss heim sanninn um að fátt sé einni þjóð meiri uppspretta hamingju og velferðar en mannskæður heimsfaraldur með loflegu mannfalli.

Þá má ekki gleyma þeirri ófrávíkjanlegu skoðun Sjálfstæðisflokksins, að kóvíð nítjándi sé uppspuni frá rótum, hann sé ekki til og hafi aldrei verið til, en samt hafi kínverskir kommúnistar hleypt honum út í manndrápsskyni. Ennfremur, að bóluefnadrullan, sem lyfjarisarnir seldur einföldu fólki og heimsku fyrir hræðilega stjarnfræðilegar péníngaupphæðir. Bólefnið hafi einungis verið gefir í tilraunaskyni, aðallega til þess að komast að hvað kvikindin geti þolað af eiturinngjöfum. Í kvöld skála forskessur Sjálfstæðisflokksins í hvítvíni, brenndu og humarslími fyrir frelsun kóvíðs nítjánda og syngja bæjarstjóravalsinn svo hátt að raddbönd slitna og brestir koma í lungun. Íhöldin ærast öll nú saman, öskra og veina gaman gaman!  


mbl.is Smitsjúkdómadeild á LSH helguð Covid-19 umönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband