Leita í fréttum mbl.is

Heiðarleiki og sannleikur er allt sem þarf

rev8_1162252.jpgÞað er eitthvað í þessu máli sem ekki kemur heim og saman. Sólveig Anna er kosin af félagsmönnum Eflingar, ekki af skrifstofufólkinu eingöngu, þannig að hún þarf ekki að hlíta vilja kontóristanna að neinu leyti. Séu þessir endemis skrifstofusjakalar að ljúga upp á Sóveigu Önnu, ættu að vera hæg heimatökin fyrir hana að upplýsa þá lýgi og reka ofan í lygarann eða lygarana. Það er til dæmis borið á hana að hafa brotið kjarasaminga á einhverjum starfsmönnum Eflingar, þessháttar óþverraáburð ætti að vera auðvelt að afsanna með því að opna bókhald félagsins. Og að ásakanir um ,,dauðalista" og ,,ógnarstjórn" þarf bara að rannsaka eins og hvern annan ófyrirleitinn róg og leiða til lykta.

En hverjir eru þessir trúnaðarmenn á skrifstofu Eflingar, sem talað er um? Hverra trúnaðarmenn eru þeir? Eru þeir trúnaðarmenn verkalýðsfélagsins Eflingar, eða bara trúnaðarmenn sjálfra sín; eru þeir ef til vill sértakt stéttarfélag? Mér skilst að þessir trúnaðarmenn hafi skrifað undir plagg, fyrir hönd starfsfólks á skrifstofu Eflingar, og sent Sólveigu Önnu og einhverjum örðum. Hvaða öðrum? Stjórn félagsins? Af máli Sólveigar er ekki ljóst á hvern skjalið er stílað. Ef það hefur verið sent stjórn Eflingar á að taka það fyrir á stjórnarfundi; ef það hefur verið ætlað Sólveigu sem formanni félagsins bar henni að leggja það fyrir stjórn. Ef þetta hefur verið einkapóstur til hennar er varla hægt að gera tilkall að hún afhendi það nokkrum öðrum. Ég ætla að vona að Sólveig hafi ekki leynt þessu bréfi fyrir stjórnarmönnum, því það væri óhæfa. En hvað um það, þetta er dularfullt mál, þar sem mörgum spurningum er ósvarað.

Ef það er svo, að starfsmaður eða starfsmenn á skrifstofu Eflingar, hafi af einbeittum vilja staðið gegn formanni og stjórn félagsins og beitt til þess ærumeiðingum, rógi og lygum, á stjórnin einfaldlega að segja viðkomandi starfsmönnum upp og láta þá hætta strax; þannig lýð er ekki hægt að hafa á fóðrum hjá verkafólki deginum lengur. Mér þykir mjög miður, ef Sólveig Anna stendur við það segja af sér formennskunni, því hún hefur að mörgu leyti staðið sig vel í stafi, þótt eitt og annað megi af málflutningi hennar finna. Þess vegna hvet ég hana og stjórnina að upplýsa félagsmenn og fólk almennt um alla þætti þessa máls og kanna af fullum þunga hverjir það eru sem stjórna skæruliðastarfsemi kontóristanna á skrifstofunni. Það er í það minnsta með öllu ótækt að formaður verkalýðsfélags segi af sér vegna rógs og lyga einhverra starfsmanna félagsins. Heiðarleiki og sannleikur er allt sem þarf til leysa þessa leiðindauppákomu


mbl.is Meirihluti stjórnar styðji Sólveigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband