Leita í fréttum mbl.is

Hláturmildir verkalýðsforkálfar hlægja að Sólveigu, Amríku-Vidda og Eflingu

verko2Það er aldeilis hláturgalsinn í eignunum á myndunum sem fylgja fréttinni um fund Starfsgreinasambandsins og vondu stöðuna sem kom upp í Eflingu. Það mætti halda að formennin, sem þar sjást, séu öll að hlægja sig lémagna að veslings Sólveigu Önnu og hæðast að vopnaviðskiptum hennar við Gvend á gröfunni og kontóristana á skrifstofu Eflingar, er um gott skemmtiefni að ræða. Meira að segja Bjössi Framsóknarmaður og formenni starfsgreinanna glottir við tönn og spýtir ofan í kaffifantinn sinn, svo sem sjá má á einni myndinni. Sjálfur er Björn Framsóknarmaður einn ógurlegur Framsóknarmaður, eins og nafnið bendir til, samvinnumaður með endemum og stundar harðvítuga samvinnu við samherja þessa lands og annað auðvald. Já, drengir mínir, hann sko, fanen gal mæ, ingen smá kalli hann Bjössi Framsóknarmaður og líkur SigInga ráðsmanni Framsóknarmaddömunnar í blessuðu Framsóknarfjósinu.

Nú, þegar Bjössi og þeir eru lausir við grénjið og fórnarlambskveinið í Sólveigu, geta þeir farið að semja í rólegheitunum í ljúfri samvinnu við Samherjana, Engeyingana og Ríó Tintó um hagkvæma kjarasamninga vinnuskrílinn, samninga sem verða þægilegir fyrir ríkisstjórnina, gömlu geðveiku Famsóknarmaddömuna og Sjálfstæðisflokkana, sem er og verður Flokkur Flokkanna. Svo fer Bjössi litli að sofa þegar hann verður búinn að semja og slafra í sig gumsinu í kaffifantinum og vaknar ekki aftur fyrr en við lúðraþytinn á hinum efsta degi, þegar hann þarf að draugast til að sinna samvinnuhugjón sinni með Samherjunum og búa til samning fyrir ólæsan og lúsugan skrílinn. Það er nefnilega ekkert smáembætti að vera Björn Framsóknarmaður.

fíflEn svo er það þetta vandamál með hana Sollu aumingjann og hann Amríku-Vidda á skrifstofunni. Þau minna á flugeldinn sem skotið er með neistaflugi og brestum upp í heiðríkjuna og fellur að fáeinum sekúndum liðnum til jarðar, sótugur og steindauður. ,,Þa ont þear dona staa gémur up-pupp", segir Bjössi Framsóknarmaður og formenniskálfar Starfgreinasambandsins taka bakföll og baula af kæti og láta blaðaljósmyndara taka myndir af sér í Moggann og Vísi. Þetta minnir mig á þegar við vorum í Þórshöfn í Færeyjum og kapteinninn okkar sagði við færeysku stúlkurnar sem komu um borð í boði okkar sjódrengjanna: ,,nei, eru ekki génturnar komnar til að leyfa strákonum að mogga!" og ein telpan svaraði að bragði, næj, vi er ekki soleiðis géntur". Hefðum við þorað, þá hefðum við strákarnir handsamað karlinn og lokað hann inni í klefa hjá sér. Það er ekki sama Mogginn og að mogga á færeysku, nei nei. Mikið assgoti getur verið gaman að fylgjast með bráðfjörugum og hláturmildum verkalýðsforkálfum eins og honum Bjössa Framsóknarmanni og henni Bandaríkja-Sollu.  


mbl.is Vont þegar svona staða kemur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hlær ekki Solla alla leið í bankann þegar hún er búin að gera starfslokasamning við sjálfan sig svipaðan þeim sem hún undirritaði síðasta föstudag.

Grímur Kjartansson, 2.11.2021 kl. 14:46

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hún á líka eftir að gera starfslokasamning við Amríku-Vidda áður en hún fer. En starfslokasamningurinn sem hún gerir við sjálfa sig verður henni eflaust mikið gleðiefni og fær sefað sorgir hennar stórar.

Jóhannes Ragnarsson, 2.11.2021 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband