Leita í fréttum mbl.is

Barnageymslan Sólin er oss enn í minni

fleng3.jpg,,Á misjöfnu þrífast börnin best" eru gömul sannindi, sem enn eru í fullu gildi. Sömuleiðis sýnist oss, að sá sem sparar vöndinn hati son sinn, en þeim er hann refsar elskar hann, jafnvel út af lífinu. Þannig er nú það. ,,Í Sælukoti er sælan sæl, syngja þar börnin: meik mí smæl". Vér munum enn barnaheimilið sem bar hið háleita nafn ,,Barnageymslan Sólin", en það var hluti af fyrirtækinu Ingveldarstefnan og var eitt framúrskarandi uppeldishús með stórkostlegur starfsfólki.

Á Barnageymslunni Sólinni hófst dagvistin með barnaflengingu, en strax á eftir fengu börnin súr og lúngabita útí, það þókti sælgætismatur. Eftir súrinn vóru börnin svæfð, með harðri hendi ef ekki vildi betur, og látin dorma fram yfir hádegi. Þá allir voru vaknaðir eftir hádegislúrinn lásu fóstrunar norna- og grýlusögur fyrir börnin þar til þau voru orðin stjörf og þorðu ekki að hreyfa legg eða lið. Í eftirmiðdaginn, hálftíma áður en foreldrahænsnin komu að sækja afkvæmin sín, fengu börnin mikið sætmeti og mjög sterkt kaffi, sem fóstrunar kenndu smáfólkinu að héti café og gerði þau gríðar stór og sterk. Við þessar kræsingar spenntust börnin upp og létu öllum illum látum, svo jafnvel foreldrunum þókti nóg um.

Á Barnageymslunni Sólinni var alltso ein yfirfóstra. Hún var eineygð og þetta eina auga var rautt; hitt augað sást ekki þar eð gróið var yfir það. Þetta var óvættur. Kerling þessi gekk við staf, eða öllu heldur var hún einlægt með staf í lúkonum og brúkaði hann til að ógna börnunum og hún barði þau ef henni líkaði ekki við framferði þeirra. Það var sagt að yfirfóstran drykki og áreitti hinar fóstrunar með ýmsum ófélegum handayfirlagningum og poti. En einn daginn var yfirfóstran horfin. Það saknaði hennar aunginn og aunginn vissi hvað af henni varð. Nú er hún á skrá yfir horfna Íslendinga. Upp úr því að yfirfóstran hvarf af vettvangi lagðist Barnageymslan Sólin af sem dagvistunarúrræði fyrir börn, því yfirfóstran bæði átti og rak Barnageymsluna og hafði verið í samlagi með Ingveldarstefnu frú Ingveldar, konu Kolbeins Kolbeinssonar. Við eftirgrennslan kom í ljós, að leit að yfirfóstrunni var hætt mjög skömmu eftir að hvarf hennar var tilkynnt, en það bendir til, að aunginn hafi saknað hennar þegar til kom.  


mbl.is Krefjast þess að leikskólanum Sælukoti verði lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband