Leita í fréttum mbl.is

Þau kynntust á hestamannamóti í A-Húnavatnssýslu eitt sumarið

ing16Meghana hertogaynja af Sussex? Veit einhver til að Meghana þessi sé frá Sussex, eða er það bara eitthvert reginkjaftæði og lygi? Og fyrst Meghana er hertogaynja hefir hún þá ekki her til umráða með eiginmanni sínum? Vissuð þér að Meghana hertogaynja af Sussexum er kunningjakona frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar? Nei, það vissuð þér ekki. Auðvitað.

Þau kynntust á hestamannamóti í Austur Húnavatnssýslu eitt sumarið. Þá var heitt í veðri, allir fáklæddir og drullufullir, að minnsta kosti frú Ingveldur og Kolbeinn. Líka vinir þeirra, Máría Borgargagn, Indriði Handreður og Brynjar Vondalykt. Svo kom hertogaynjan þarna sprangandi og féll um löppina í frú Ingveldi sem sat á stól og ranghvolfdi augunum og hafði teygt annan fótinn aðeins of langt frá sér. Kolbeinn stökk þegar til og hóf hertogaynjuna á aftur á fætur og strauk henni blessunarlega um kviðinn í leiðinni svo sem notalegra perverta er háttur. En hertogaynjan af Sussexi tók fleðulegt káf Kolbeins Kolbeinssonar trufla sig, því hún var, þegar allt kom til alls, augafull líka, trúlega fyllri en Kolbeinn ef eitthvað var.

Eftir hestamannamótið drógu þau hertogaynjuna með sér upp um fjöll, í viku fjallaferð um Íslands óbyggðir. Í þerri ferð var fjör, glens og gaman. Og Guð má vita hvort hertogaynjan varð vanfær í þeirri ferð. En minnisstæðast þókti samt hertogaynjunni af Sussexi hve illa samferðarfólki hennar kom saman, leyfði sér að vera orðljótt og sí-drukkið. Þegar hún var komin aftur til Sussex skrifaði hún ferðasögu, en í henni kemur fram, að verst af öllum hafði Máría Borgargan verið, önnur eins tuðrubredda væri vandfundin á byggðu bóli. Í hverju ávirðingar Borgargagnsins voru fólgnar kemur ekki fram í riti hertogaynjunnar að öðru leyti en því, að óskar þess að kerlingarálkan Bretadrottning, eigi eftir að hitta Máríu þessa og kynnast brögðum hennar ófögrum. 


mbl.is Konungsfjölskyldan ósátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband