Leita í fréttum mbl.is

Umskiptingurinn

x29Ég er ansi hræddur um að mörg okkar, sem stóðum að stofnun VG á sínum tíma, hefðum ekki komið nálægt því verki hefðum við vitað hvernig sá flokkur mund þróast og verða að því sem hann er í dag.

Það er mjög einkennilegt, svo ekki sé meira sagt, hvernig í ósköpunum fólkið sem gerði VG að óhrjálegum umskiptingi, þorir yfirleitt að horfa framan í kjósendur sína, eftir það sem undan er gengið, hvað þá stofnfélagana, sem komu þessum flokki vonbrigðanna á koppinn með óeigingjarnri sjálfboðaliðavinnu.

Reyndar hófst úrkynjun Vinstri grænna mjög snemma, því ýmsir töldu sig sjá hvert stefndi tveimur til þremur árum eftir stofnun flokksins. Því miður voru varnaðarorð og ábendingar þeirra sem höfðu áhyggjur af þróun mála litin hornauga af ,,þeim sem vonuðu það besta" og hræddust Steingrím og gamla flokkseigendafélagið úr Alþýðubandalaginu sem hreiðað hafði um sig í VG. En eitt er víst: Sjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin grænt framboð í dag er allt annars eðlis en sú Vinstrihreyfing grænt framboð sem ég tók þátt í að stofna fyrir rúmum tuttugu árum síðan.


mbl.is Nýr stjórnarsáttmáli og ríkisstjórn á sunnudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband