Leita í fréttum mbl.is

Er Mángi sonur eða bróðir Gottfreðs Gottfreðssonar læknis?

drÁstæða er til að ætla að Mángi Gottfreðsson læknir sé annað hvort sonur eða bróðir hins ástsæla læknis Gottfreðs Gottfreðssonar, en Gottfreð er sem kunnugt er heimilislæknir frú Ingveldar og alls hennar fólks. Einnig er Gottfreð Gottfreðsson vísindamáður all-góður og hefir fundið upp bóluefni við framsóknarvírusnum, sem framsóknarmenn vilja því miður ekki að þeir séu sprautaðir með. Eitt sinn hugðist Gottfreð koma dálitlum slurk af bóluefninu í Kolbein Kolbeinsson, að honum óforspurðum, en dældi fjandans ver gölluðu bólefni við kratavírusnum í Kolbein. Af þeim traktéringum varð Kolbeinn ósköp géðbilaður um skeið á einhvern hinn fáránlegasta hátt; Kolbeinn ræfillinn fór að halda því fram að hann væri anímalisti og lögreglan tók hann fastan og færði til yfirheyrslu.

Mörg hefir Gottfreð Gottfreðsson afrekin unnið í læknisfræði og vísindum, sem lyfta honum á stall með mestu velgjörðarmönnum mannkyns. Jón Íþróttamann gjörði hann að afreksmanni umfram heimsmælikvarða með gríðarlega öflugum sterametal, sem Gottfreð blandaði sjálfur úr gífurlega flóknum efnum og efnasamböndum. Enda spýttist Jón Íþróttamaður svo liðugt áfram að hann varð ekki stöðvaður fyrr en hann lá í gifsi og spelkum frá toppi til táar inni á spítala. En þegar þar kom sögu hafði hann slegið öll hugsanleg heimsmet, þótt ekkert þeirra hafi verið færð í bækur íþróttahreyfingarinnar. Þessum andskotum er nefnilega illa við Jón Íþróttamann og skrifuðu við tilraunir hans, ,,gerði ógilt", og sum staðar var bætt við: ,,var vísað úr keppni fyrir undarlega og óíþróttamannslega framkomu.

Eitt sinn fór Gottfreð læknir, fyrir orð pólitísks ofbeldismanns, í heimsókn til náunga, sem þeim ofbeldisfulla var meinilla við, og dæmdi hann geðbilaðan og lét fara með kauða ólaðan og niðurnjörvaðan út í sjúkrabifreið og lét aka honum á Klepp. Á Kleppi var náunginn atarna svo uppstökkur og snarvitlaus að engum duldist að maðurinn væri brjálaður og mætti ekki vera innan um annað fólk. Meðal annars hafði hann á orði, að þegar hann losnaði út færi hann rakleitt á stofuna til Gottfreðs og legði á hann höndur, velti honum upp úr læknaspíra og kveikti í honum. Síðan hefur þessi veslings maður verið hafður í einsmannsklefa og fengið mat í gamalli niðursuðudollu innum smáa lúgu á klefaveggnum; það er ekki einusinni talið óhætt að leyfa honum að viðra sig úti í hælisgarðinum við og við af ótta við að hann noti tækifærið og strjúki til að framkvæma fyrirheit sitt varðandi Gottfreð lækni. 


mbl.is Ástæða til að hafa áhyggjur af nýju afbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband