Leita í fréttum mbl.is

Þegar var líka mikið um dýrðir þegar sundlaugin í Staðarnesi var vígð

sund4Enn er í minnum haft þegar Kolbeinn Kolbeinsson framsóknarmaður átti að vígja nýja sundlaug í Staðarnesi, en hann var þá bæjarstjóri þar. Ekki tókst betur til en svo, að Kolbeinn var augafullur þennan dag og framdi við þetta tækifæri klunnaleg afglöp, sem voru samt ekkert einkennileg þegar haft er í huga hversu víðáttudrukkinn hann var. Vígsluathöfnin átti að fara fram klukkan þrjú síðdegis, strax að lokinni guðsþjónustu í höfuðmusteri síra Baldvins, prests og prófasts til Gemlufallaþinga. En þar er Kolbeinn var vankaður í höfðinu þennan dag þá vóð hann til embættisverka sinna laust fyrir hádegi. -Það er best að djöfla þessari andskotans vitleysu af, sagði hann við frú Ingveldi og gesti sína um leið og hann slangraði út.

Fljótlega eftir að Kolbeinn var lagður af stað hafði hann gleymt erindi sínu og vissi ekkert hvert hann var að fara. Svo sá hann íbúðarhús í byggingu, það var búið að steypa upp útveggi, en að öðru leyti var byggingin opin. Þá mundi Kolbeinn eftir sundlaugarvígslunni og gegnum mistur þrálátrar áfengisvímunnar leist honum svo á þar væri nýja sundlaugin lifandi komin og ekki annað eftir en að snara sér í að vígja hana á glæsilegan hátt.

Nú, Kolbeinn Kolbeinsson reif sig þegar í stað úr fötunum og prílaði á nærbuxunum einum upp á nýreistan húsvegginn. Það vakti athygli þeirra er viðstaddir voru og á horfðu hve nærhald bæjarstjórans var óhreint, blátt áfram grútskítugt í bak og fyrir. Þegar Kolbeinn hafði striplast smá-stund upp á veggnum tók hann sig til og hóf sig til flugs. Þeir sem vitni urðu að umsvifum Kolbeins furðuðu sig mjög á tímanum sem leið frá því hann stakk sér og þar til hann birtist aftur. Það leið alveg röskur hálftími, en þá skjögraði hinn vígsluglaði bæjarstjóri, Kolbeinn Kolbeinsson, út hálfköruðu húsinu, allur blóðugur, brotinn og snúinn og nærbuxurnar horfnar og brandurinn jafnvel líka.    


mbl.is Dagur B. stakk sér til sunds í glænýrri laug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband