Leita í fréttum mbl.is

Það verður ekkert minnisblað þar eð Þórólfur féll í höndur aktívista

xbNei, það bólar ekkert á minnisblaði. Aldeilis ekki. Það bólar ekki heldur á Þórólfi sóttvarnarlækni, því hann féll í höndur antikovíðista, sem hafa að markmiði að frelsa landið og heiminn frá sóttvörnum og þar fór minnisblaðið Þórólfs og sést aldrei meir, því einn aktívistinn gerði sér hægt um vik og át það. Það eru ýmsir á því að það hafi verið góð lausn og lausnarmiðaðir lukkuriddarar eru í tísku núna.

Svo það komi nú fram, þá sátu antikóvíðsistarnir fyrir Þórólfi karlanganum þegar hann var á leið til heilbrigðisráðherra, snöru hann niður, flettu hann klæðum, og tóku af honum minnisblaðið, sem fór beint upp í trantinn á einum atikóvíðsistanum og þaðan ofan í belginn á honum. Jahh, sona eiga nú aktívístar að vera. Að svo búnu lögðu þeir sóttvaralækni í bönd og fóru með hann. Vísast eru svona aktívístar til alls vísir og Guð einn má vita hvað þeir gera í framhaldinu við Þórólf, angaskarnið það arna.

x19Fjandinn sá er át minnisblaðið, er það sem kallað er á stjórnmálafræðimáli frjálslyndur miðjumaður, hvað sem það nú annars er. En soleiðis grútarkaggar eru skjaldnast allir þar sem þeir eru séðir. Þeir eru stundum svo hrottalega bilaðir, að ef þeir eru beðnir um að sækja malbikunarvél þá koma þeir með dýralækni, og í stað þess að færa húsbónda sínum raunverulegan samvinnuhugsjónamann afhenda þeir honum Finn Ingólfsson og Sigurð Einarsson bánkahönnuð. Það er svo aldrei að vita hvað úr þessu verður, en líklega verður kóvíðnum hleypt frjálsum á landslýðinn í fyrramáli og þá verður skohh ekkert andskotans elsku mamma, skal ég segja ukkur. Svo verða allir að flýja sem betur getur drepsóttina, annars er úti um íslensku þjóðina, þótt svo hún hafi kosið óþverrann yfir sig í frjálslyndu samvinnuframsóknarlíki 


mbl.is Bólar ekkert á minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband