Leita í fréttum mbl.is

Sólveig Anna verður að fara fram gegn lukkuriddurunum og leggja þá í rúst

byltingÞað duga nú aungin svona skítatrikk hjá hugsjóna og meiningafátækum lukkuriddurum sem hafa það eitt að stefnuskrá að krækja sér í vellaunaða innivinnu þar sem ekkert verður á sig reynt nema að sleikja sér upp við ruglaða kontórista og svo auðvitað auðvaldið. Nei, drengir mínir, nú duga aungin bölvuð drullutrix, því Sólveig Anna Jónsdóttir bíður í startholunum með fríðan flokk að baki og mun eyða lukkuriddurunum, sem girnast að komast á peninga verkafólks hjá Eflingu til að komast á ráðherralaun, svo gersamlega að aldrei mun sjást tangur né tetur af þeim á verkalýðsakrinum meir.

Þetta er auðvitað allt gott og blessar, því Sólveig Anna er langbesti formannskandídatinn, sem verkafólk í Eflingu hefir völ á. Hins vegar, óttast margir að hún hafi þann arma þræl, Amríku-Vidda enn í eftirdragi og hyggist hola honum aftur niður á meðal hinna vemmilegu og ofurviðkvæmu kontórista á Eflingarskrifstofunni. Það gæti orðið banabiti Sólveigar Önnu að hafa Amríku-Vidda með sér, aftur á móti eru henni allir vegir færir ef hún skilur Viddann eftir heima, eða hreinlega treður honum ofan í ruslatunnuna, en þar færi honum svo ljómandi vel að eiga heima.

Það voru auðvitað mikil mistök hjá Sólveigu að hlaupast á brott síðastliðið haust, að því er sagt er út af skrifstofusjakölum og möppukvikindum á skrifstofu Eflingar og karluglunni honum Gvöndi á gröfunni, enda ganga verkalýðsfélög út á annað og meira en skrifstofuhald og þessháttar aukaatriði. Og erindi Sólveigar Önnu í formannsstólinn aftur er mjög brýnt, því sjálfstæði verkalýðshreyfingar á Íslandi er í húfi; það leikur sterkur grunur á, að lukkuriddararnir Ólöf Helga, Agníéska og Gröfu-Gvöndur séu leiksoppar myrkra afla sem vinna að því að eyðileggja stéttabaráttu íslensks verkafólks með SALEK-óþverranum, sem á upptök sín hjá burgeisastéttinni, auðvaldinu og nokkrum svikulum ,,verkalýðsforingjum" sem seilst hafa til valda fölskum forsendum, miður velviljuðum verkalýðnum. Af þessari ástæðu og mörgum öðrum til viðbótar, verður Sólveig Anna að koma aftur til starfa sem formaður Eflingar og gjörsigra lukkuriddaraframboðin, eins og hún sigraði arftaka Sigurðar Bessasonar og lagði það ofurdofna svefnveldi í rúst. Áfram svo allir verkamenn og verkakonur Eflingar styðjið Sólveigu Önnu til formanns aftur! 


mbl.is Trúnaðarráðið samþykkir lista sem Ólöf leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband