Leita í fréttum mbl.is

Herra Wessman í Spunahúsiđ? Einnig fjallganga frú Ingveldar og fulla merin

hundur4Ţađ er hreint vođalegt ađ ýjađ sé ađ ţví, hvađ ofan í annađ, ađ herra Róbert Wessman, fjáraflamađur, lyfjasali og forstjóri, sé ţađ sem í daglegu máli er kallađ ,,glćpaurt", og látiđ í skína ađ hann sé mafíós, sem sést ekki fyrir. Hvurnig ţađ má vera ađ siđađur mađur, háćruverđugur ritstjóri, útgerđarmađur og skipstjóri, skuli hafa gjört ađ sinni höfuđhugsjón, ađ hundelta nefndan herra Wessman međ ţađ vćntanlega fyrir augum ađ koma honum í fangelsi. Wessman má ugglaust ţakka fyrir ađ Brimarhólmur, Rasphúsiđ og Spunahúsiđ eru blessunarlega aflögđ úrrćđi fyrir íslenska afbrotamenn og fanga, ţví vandséđ er ađ Reynir ritstjóri og göngumađur mundi syrgja ţótt Wessman vćri látinn erfiđa í járnum til ćviloka í Spunahúsinu.

Einusinni gekk hópur fólks til fjalla, ţar á međal sćmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbein Kolbeinsson, einnig voru ţar í ferđ ekki minni persónur en Máría Borgargagn og Indriđi Handređur, ţá nýlega byrjuđ í skammarlegu lostasambandi. Hópurinn fór akandi á einkabifreiđum langar leiđir upp til sveita ađ stađnćmdist ekki fyrr en viđ rammgjöra sóttvarnargirđingu. Ţar var stigiđ út og fjallganga hafin. Ferđin gekk ađ mestu vel, nema hvađ Borgargagniđ og Hadređur gátu ekki á sér setiđ og fengu sér einn stuttan á lćkjarbakka svo samferđarfólkiđ varđ ađ slíta ţau hvort af örđu eins og samfasta hunda.

hross1En ţegar gönguflokkurinn kom ađ endingu til baka höfđu hross uppsveitarbćnda komiđ á vettvang og heilsađ upp á bifreiđarnar á eftirminnilegan hátt. Ţau höfđu nagađ lakkiđ á ţessum ađskotadósum, bitiđ hjólbarđa til sprengs og sparkađ međ afturhófunum í gegnum rúđur; ein truntan hafđi meira ađ segja teygt sig inn um brotinn bílglugga frú Ingvaldar og Kolbeins og náđ tveimur konjakksflöskum međ tönnunum, rifiđ ţćr upp og drukkiđ í botn. Ţađ hross var mjög ölvađ er ađ var komiđ, lét öllum illum látum svo ađ Máría Borgargagn varđ hrćdd ţví hún hélt ađ ţessi óţverraskepna ćtlađi ađ nauđga sér. En svo var henni sagt ađ ţetta vćri meri og ţá róađist Borgargagniđ dulítiđ, en varđ ţess í stađ smeyk um Handređ sinn gagnvart merhryssinu. Svo skröngluđust allir heim á hálfeyđilögđum bifreiđum, nema fulla merin, hún valt út í skurđ og svaf ţar til morguninn eftir.  


mbl.is Reynir segir samhljóm međ hugmyndum sínum og lögreglunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband