Leita í fréttum mbl.is

Herra Wessman í Spunahúsið? Einnig fjallganga frú Ingveldar og fulla merin

hundur4Það er hreint voðalegt að ýjað sé að því, hvað ofan í annað, að herra Róbert Wessman, fjáraflamaður, lyfjasali og forstjóri, sé það sem í daglegu máli er kallað ,,glæpaurt", og látið í skína að hann sé mafíós, sem sést ekki fyrir. Hvurnig það má vera að siðaður maður, háæruverðugur ritstjóri, útgerðarmaður og skipstjóri, skuli hafa gjört að sinni höfuðhugsjón, að hundelta nefndan herra Wessman með það væntanlega fyrir augum að koma honum í fangelsi. Wessman má ugglaust þakka fyrir að Brimarhólmur, Rasphúsið og Spunahúsið eru blessunarlega aflögð úrræði fyrir íslenska afbrotamenn og fanga, því vandséð er að Reynir ritstjóri og göngumaður mundi syrgja þótt Wessman væri látinn erfiða í járnum til æviloka í Spunahúsinu.

Einusinni gekk hópur fólks til fjalla, þar á meðal sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbein Kolbeinsson, einnig voru þar í ferð ekki minni persónur en Máría Borgargagn og Indriði Handreður, þá nýlega byrjuð í skammarlegu lostasambandi. Hópurinn fór akandi á einkabifreiðum langar leiðir upp til sveita að staðnæmdist ekki fyrr en við rammgjöra sóttvarnargirðingu. Þar var stigið út og fjallganga hafin. Ferðin gekk að mestu vel, nema hvað Borgargagnið og Hadreður gátu ekki á sér setið og fengu sér einn stuttan á lækjarbakka svo samferðarfólkið varð að slíta þau hvort af örðu eins og samfasta hunda.

hross1En þegar gönguflokkurinn kom að endingu til baka höfðu hross uppsveitarbænda komið á vettvang og heilsað upp á bifreiðarnar á eftirminnilegan hátt. Þau höfðu nagað lakkið á þessum aðskotadósum, bitið hjólbarða til sprengs og sparkað með afturhófunum í gegnum rúður; ein truntan hafði meira að segja teygt sig inn um brotinn bílglugga frú Ingvaldar og Kolbeins og náð tveimur konjakksflöskum með tönnunum, rifið þær upp og drukkið í botn. Það hross var mjög ölvað er að var komið, lét öllum illum látum svo að Máría Borgargagn varð hrædd því hún hélt að þessi óþverraskepna ætlaði að nauðga sér. En svo var henni sagt að þetta væri meri og þá róaðist Borgargagnið dulítið, en varð þess í stað smeyk um Handreð sinn gagnvart merhryssinu. Svo skröngluðust allir heim á hálfeyðilögðum bifreiðum, nema fulla merin, hún valt út í skurð og svaf þar til morguninn eftir.  


mbl.is Reynir segir samhljóm með hugmyndum sínum og lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband