Leita í fréttum mbl.is

Hann hefir nokkrum sinnum farið mannavillt líka

Hálfdán2Ekki er það alveg nýtt að lögreglan fari mannavillt. Þetta hefir komið oftar einusinni fyrir hjá Hálfdáni Varðstjóra. Eitt sinn, þegar hann var að leita að alræmdum kynferðisbrotamanna tók hann mann nokkurn fastann og sýndi honum í tvo tvo heimana og rúmlega það. Hinn ólánssami náungi hafi svo sem ekki meira til sakar unnið en að Hálfdáni grunaði eiginkonu sína um að halda við hann. Og svo mikið er víst að manngarmurinn hefir ekki getað gagnast kvenmanni eftir hinar föðurlegu meðferð Hálfdáns Varðstjóra á honum.

Í annað sinn fór Hálfdán ekki einungis mannavillt heldur og húsvillt líka og réðst til inngöngu hjá blásaklausu fólki og sópaði allri fjölskyldunni og hundinum líka í dýflissuna. Ekki lét Varðstjórinn alveg við sitja að fangelsa fjölskylduna, heldur fengu þau öll að kynnast píningarbekknum hjá honum; það voru mikil öskur og óhljóð, en fjölskylda þessi samanstóð af hjónum og tveim dætrum þeirra og syni, auk hundsins. Hinsvegar játuðu hjónin og börn þeirra á sig ýmiskonar stórglæp meðan gengu gegnum dagskrána á píningarbekknum, sem Hálfdán kallar alltaf sannleiksbekkinn. Hjónin sitja enn þann dag í steininum vegna játninganna, en börnin voru send á vandræðabarnaheimili og hefir lítið til þeirra spurst síðan, en Hálfdán gerir ráð fyrir og hefir sagt það sjálfur, að krakkaskrattarnir verði ugglaust góðkunningjar lögreglunnar um leið og þau losna af hælinu.

Í þriðja lagi fór Hálfdán kynjavillt en ekki manna, þegar hann kom með handjárnin hringlandi og kylfuna á lofti inn um gluggann hjá frú nokkurri. Hann grunaði manninn í næsta húsi um græsku og hugðist kenna honum faðirvorið með nýrri og endurbættri aðferð. Nú, frúin, sem Hálfdán heimsókti í misgripum, varð æf við heimsóknina og kastaði stóreflis blómavasa í höfuðið á Varðstjóranum. Þetta hefði kérlíngarboran ekki átt að láta eftir sér, því Hálfdán brást illa við sendingunni og lagði íbúð konunnar í rúst og hana líka. Svo fór hann með hana niður á stöð og kærði hana fyrir líkamsárás, ofbeldi gegn sér og valdsstjórninni, og hún var dæmd ótæpilegrar og viðeigandi refsingar af Hæstarétti og var mál þetta þar með úr sögunni.  


mbl.is Lögreglan fór mannavillt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband