Leita í fréttum mbl.is

Fresskötturinn

jólakötturHann var ófétislegur, bölvaður fresskötturinn, þegar hann kom heim eftir hálfsmánaðar útstáfelsi. Helvítis gripurinn var úfinn, rifinn og tættur og af honum stankaði megn og langstaðin áfengislykt, en augun mött af slarki og sjúkum losta. Þessi armi djöfull var heldur ekkert að bíða með framkvæmdirnar, hann vóð beint inn í hjónarúm og mé og ræpti í ból húsmóður sinnar. Þegar kérlingaheksið bar að, fitjaði hinn útlifaði fressköttur upp á trýnið og gjörði sig líklegan til að ganga í skrokk konunnar.

Þegar húsbóndinn kom heim að erfiðum vinnudegi loknum, fól kona hans honum að skjóta nú helvítis kattarrassgatið og rétti honum haglabyssuna. Því miður fór skotárásin út um þúfur, því fressið, sem lá makindalega í hjónarúminu við hliðina á ógeðinu sem hann hafi látið frá sér þegar hann kom heim, stökk upp um leið og karlinn hleypti af slapp lifandi á brott, en haglasúpan úr byssunni eyðilagði hjónarúmið. Um nóttina læddist kattarviðbjóðurinn inn um glugga heima hjá sér og kveikti í húsinu með því að kveikja á eldavélarhellu og bera dagblað á hana. 

Nú var svo komið, að hjónin góðu voru ekki aðeins hjónarúmslaus, heldur voru þau húsnæðislaus og sýslumaðurinn kom í rauðri skikkju og með öxi og kærði þau fyrir að hafa ætlað að svíkja út vátryggingarfé með því að kveikja í húsinu. Svo var farið með þau að gálganum þar sem þau voru bæði hengd með viðhöfn. Fresskötturinn hinsvegar, hann lifir enn og stundar sukk og læðufar af kappi, milli þess sem hann etur sig belgfullan af rottum og þúfutittlingum.    


mbl.is BÍ og FF senda svar við spurningum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband