Leita í fréttum mbl.is

Tilkynntu um generalfyllirí og blóðug slagsmál á frystihúslofti

pol2Ég man vel eftir því þegar götustrákar vestur á Snæfellsnesi gjörðu sér að leik að gabba lögregluna út að kveldi til í miðri viku og voru handteknir. Fyrst hringdu þeir í lögregluprjóninn Gylfa, sem var heima hjá sér, og tilkynnu honum að géneral fyllirí væri brostið á uppi á frystihúslofti með blóðugum slagsmálum drykkfelldar sjóara. Því miður var snjór í innkeyrslunni hjá Gylfa lögregluprjóni sem hann festi bifreið sína. Þegar götustrákarnir sáu að tilkvaddur lögreglumaður var fastur í snjóskafli gjörðu þeir aðra reisu á símstöðina og hringdu nú beint í Guðfinn Varðstjóra, sem var maður illur viðureignar.

Svo hlupu piltarnir niður í frystihús og földu sig til hliðar við stigaganginn upp á loft. En von bráðar birtist lögregluprjónninn Gylfi, laus úr skaflinum og það hringlaði í handjárnunum þegar hann hljóp upp á þriðju hæð frystihússins eins og kumrandi fjallageit. Því miður greip Gylfi í tómt, þar eð enginn var staddur á frystihúsloftinu nema eins stúlka sem átti að sá um kvöldkaffið fyrir slægingarkarlana, en sjóararnir voru allir úti hafi úti þetta kveld, enda veður gott.

Þegar þar var komið sögu tóku götustrákarnir til fóttanna og hlupu út, en í því kom Varðstjórinn undir fullum ljósum á lögreglubifreiðinni og greip djöflana um leið og þeir reyndu að komast undan. Svo hófust langar og strangar yfirheyrslu á lögreglustöðinni með ítrekuðum hótunum um fangelsisvist, varðhald og péníngasektir sem samsvörðu árslaunum skipstjóra á góðu síldar og vertíðarskipi í þá daga. Eftir þetta útkall gjörðust Gylfi lögregluprjónn og Varðstjórinn undarlegir og haustið eftir var þeim vikið frá fyrir afglöp. 


mbl.is Handtekinn eftir falska tilkynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband