Leita í fréttum mbl.is

Verkfrćđileg afrek og kraftaverk - einnig fregn af sprunginni hlandblöđru

xsÓskaplegum vonbrigđum mundi ţađ valda ef borgarstjórnin í Reykjavík lćtur undir höfuđ leggjast ađ skipa rannsóknarnefnd til ađ kanna ofan í kjölinn hönnun og uppbyggingu á öllum ţeim holum sem nú prýđa götur höfuđborgarinnar. Ţađ hefir vakiđ undrun og ađdáun allra, sem skođađ hafa holurnar, hverskonar völundarsmíđ ţćr eru og stórkostlegt verkfrćđileg afrek. Á bak viđ ţetta kraftaverk, ţví holurnar á götum Reykjavíkur eru kraftaverk, eru hinir óumrćđilegu hugsuđir Dagur Bé og Holu-Hjalli sjálfur; ţeir munu Nóbélsverđlaunin hreppa viđ nćstu úthlutun ţeirra.

Ţađ er haft til marks um ćvintýralega hönnunarsnilld í holugérđ ţeir kumpána, ađ á hálftíma sprungu sautján hjólbarđar bifreiđa sem óku allar yfir einu og sömu holuna. Ţvílík hola hlýtur ađ vera algert meistarastykki og guđdómlegt listaverk. Svo kom ein kérlíngarönd á ţeysispretti á Rangaróvernum sínum, illileg á svipinn, beint ofan í stórgóđa holu á Rauđarárstígnum međ ţeim afleiđingum ađ annađ framhjóliđ ásamt búnađi var eftir í holunni, en Rangaróverinn tók stökk og hafnađi á hliđinni í skuggalegum snjóruđningi. Kérlíngarhróiđ kom skríđandi ađ bragđi út úr bifreiđinni, allsendis óslösuđ, sem verđur líka ađ teljast kraftaverk, en ađ öđru leyti sturluđ af geđshrćringu og heift. Síđar kom í ljós ađ konan hafđi veikst á geđi viđ höggiđ sem varđ af akstrinum yfir holuna.

x-rvkNú ćtla holumennin Dagur Bé og Holu-Hjalli ađ fara í kosningar í vor eins og ekkert hafi í skorist. Ţeir telja ađ ţeir hafi pálmann í höndunum, ekki síst eftir ađ út spurđist ađ Vigdís Hauks vćri búin áđí, sprungin á limminu, öldungis affelguđ og vindlaus eftir ţá. Ţó hafđi Vigdís gjört sitt besta í grýta öllum fjandanum sem hönd á festi í ţessa ţokkapilta og reka ţá á flótta úr einum stađ í annan. En svo bregđast klausturtré sem ađrir raftar og Vigdís pissađi úr og liggur nú í einni reykjavíkurkolunni eins og sprungin hlandblađra. Ţađ er nú ţađ, ţér ađ segja. 


mbl.is Tillaga um rannsóknarnefnd tekin fyrir á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband