Leita í fréttum mbl.is

Hin endanlega lausn á vandamálum útgerðar og landsbyggðar

IMGAuðvitað væri tilhlýðilegast að leggja þess ,,Fiskistofu" niður með manni og mús, enda er hún ekki til neins annars en að kreista pénínga undan nöglum skattgreiðenda. Að vísu hefir ,,fiskistofa" þessi verið notuð af auðvaldinu til að hvítþvo og farða kvótakerfi sægreifanna, svo að enginn haldið því fram að ekkert eftirlit væri með veiðum, brottkasti, kvótasvindli og kvótaþjófnaði. En það eftirlit er nú allt í skötulíki og skrökvi líkast. En þetta finnst burgeisastéttinni gott fyrirkomulag, ef ekki frábært, og skála oft fyrir því þegar menn á burgeisabæjum gjöra sér glaðan dag.

Hvernig afladagbókafarganið verður kokkað framvegis, er ekki einusinni aukaatriði í leikritinu, því það er alls ekkert atriði og kemur málinu ekki við. Já, skattþegar þessa lands geta sparað sér heilmiklar upphæðir á hvurju ári með því að leggja Fiskistofu niður; þeim péníngum væri vel varið í rekstur Landspítalans eða til að bæta kjör öryrkja og aldraðra. Og fyrst vér erum farin að tala um tímabæra niðurlagningu þessarar ,,Fiskistofu", sem framsóknartarfurinn vitiborni færði með valdi til Akureyrar, svo að segja niður á miðjar höfuðstöðvar Samherja, sem allir samherjar samherjanna elska, dá og bukta sig fyrir og beygja, þá er ekki nema við hæfi að drepa á fleiri atriði sem vel mættu hverfa af sjónarsviðinu, en kosta fátæka skattþega stórfé.

xv7Þegar ,,Fiskistofan" atarna verður horfin af yfirborði jarðar og út í kosmosið, þá er forgangsatrið að leggja ráðherra furðufyrirbærisins ,,matvælaráðuneytis" niður og senda hann, eða öllu heldur hana, beint til Úkraínu. Svo strokum vér matarvælisráðuneytið út, samherjarnir geta vel haft þann fjanda hjá sér og rekið ef þeir nenna. Þar á eftir skal selja Hafródraslið úr landi; hugsanlega kaupendur af því er trúlega að finna í Namibíu. Að lokum verði allir samherjar gjörðir friðhelgir að lögum og bannað verði með ákvæðum í stjórnarskrá að nokkur geti tekið gjöld af sægreifum og umsvifum þeirra, og einnig að fiskveiðiauðlindin verði þinglýst eign sömu greifa og samherja, endurgjaldslaust. Þar með væru vandamál útgerðarinnar endanlega úr sögunni, sem og landsbyggðarinnar. Svo einfalt er það nú.  


mbl.is Fiskistofa segir útgerðum að sigla eigin sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband