Leita í fréttum mbl.is

Tvær æstar kérlíngar í hár saman fyrir augliti þjóðarinnar

ing7.jpgMerkilegt hver fjölmiðlar eru gjarnir á að flytja fréttir af því þegar fólk gjörir sér til mikillar minnkunar. Sumir þeirra virðast sérhæfa sig í að draga dár að heimskum þingmönnum undir rós og leitast við að gjöra hlut þeirra sem hlálegastan í augum þjóðarinnar. Í morgun virðast þær nöfnur, Thorgerdur Katrín og Katrín Djakkó, heldur en ekki opinberað fátæklegt gáfnafar sitt með því að fara í hár saman út af stríðsæsingum og hernaðaraðdáun afdankaðra Vesturlandaskúnka. Önnur Katrínin vildi ,,uppfæra" stríðsfélagið" NATÓ, eins og um tölvuleik væri að ræða, en hin Katrínan svaraði úr og í eins og hennar er vandi, enda er hún svo hugsjónalaus og skoðanadauf að leitun er á öðru eins. Þegar þær höfðu öskrað hvor á aðru úr ræðustóli Alþingis um stund, skjögruðu þær eins og vindblásin hænsn, hvor á sína skrifstofuna, og fengu sér reyk meðan þær uppfærðu og störtuðu næsta tölvuleik í embættistölvum sínum.

Hvað það er sem kemur fólki til að haga sér svona eins og hver önnur fífl er ekki gott að ráða í. Sumir eru að vísu svo lausir við vit, að þeim stendur á sama þókt þjóðin öll stari á þá fyrirlitningaraugum. En þegar þjóðkjörið fólk, í þessu tilfelli tvær vafasamar kvensniptir, taka til við að efna til stríðsæsinga hjá vopnlausri þjóð þykir oss sem skörin sé heldur um of farin að færast upp í bekkinn. Þær eru sem sé sammála um, að besta leiðin til að tryggja heimsfriðinn sé að senda stríðshaukunum í Kænugarði vopn til að stríða á móti Rússum. Þetta hljómar álíka vitrænt og ætla sér að láta renna af drykkjurúti með því að færa honum meira brennivín.

hoffmann1Meira gaman hefði verið að ef þær nöfnur hefðu látið höndur skipta fyrir framan ræðustól þingsins og slegist eins og hamslausir villukettir. Þá hefði Thorgerðdur Katthrin getað beitt hinu fræga hægrisjö glímubragði á Kattarhrinu Djakkó og slengt henni utan í ofninn út við vegg í þingsalnum. Það hefir oft gefist vel í hörðum leik að dengja keppinauti sínum utan í ofn; það gjörði Pétur Hoffmann Salómonsson við fjögurra snúru foringja úr breska sjóhernum eftir að hafa rifið og tætt utan af honum einkennisbúninginn. Svo var foringi þessi borinn blóðugur og í öngviti úr húsum Péturs og út í bifreið frá herliðinu. Læðist nú að mér sá grunur, að lítt hefði Hoffmann, sveitungi og fermingarbróðir afa míns, runnið fyrir tveimur æstum kérlíngum, hefðu þær sökum skorts á vitsmunum ætlað sér til við hann í miður góðu. 


mbl.is Deilt um hvort uppfæra þurfi varnarsamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband