Leita í fréttum mbl.is

Hann bannfærði fyrrum heitkonu sína og íhaldshyski hennar

djö2Mikið óskaplega var það vel að verki staðið hjá síra Davíði Þór Jónssyni að bannfæra fyrrum heitkonu sína, Katrínu Jakobsdóttur og íhaldshyski hennar. Slík bannfæring merkir að sjálfsögðu að Katrín og ríkisstjórn hennar eru hvorki kirkjuhæf né kirkjugræf og verður því það fólk allt urðað utangarðs í fyllingu tímans og því búinn samastaður í eilífðinni hvar Sathan ríkjum. Það er sannarlega gleðilegt að síra Davíð Þór hafi nú gengið rösklega til verks, fetað í fótspor hins mikla kirkjuhöfðingja, Síra Baldvins prest og prófasts til Gemsufallaþinga, og sett ríkisstjórn Íslands út af sakramenntinu og falið hana Sathani í Helvíti.

Nú á vordögum bannsöng síra Baldvin tvær óartarpersónur, karl og konu sem orðið höfðu hórnum að bráð, sem sé bæði gift en því miður ekki hvort öðru. Sjálfur hafði síra Baldvin staðið þessar skepnur að verki í hrörlegum og yfirgefnum skúr frammi á sjávarabakka. Við það tækifæri lagði hinn mikilvirki kennimaður höndur á aumingjana og kaghýddi þau á staðnum. Sunnudaginn næsta á eftir lýsti síra Baldvin úr predíkunarstóli við sérstaka hámessu þessar ólánsmanneskjur óalandi og óferjandi, Sathani merktar en Drotni viðbjóður. Bauð hann og að umræddum vandræðaskjátum verði útvistað úr mannlegu samfélagi almennt og þær flæmdar frá mannabyggðum og með því móti forðað að þær smiti út frá sér hinu vondslega eðli, sem dró þau lostanum á vald í einu hrörlegu skúrgreyi. 

Og nú má ljóst vera að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er í vanda stödd, - trúlega meiri vanda en herjað hefir á nokkra íslenska ríkisstjórn frá landnámsöld, - því sjálft framhaldslíf hennar eftir dauðann er í uppnámi. Fjandinn er svo á sínum stað og gefur að öllu gætur og tilbúinn að læsa klóm sínum í hin óhamingjusömu ráðherrarassgöt og einhenda þeim í eldsofna Vítis og brennisteinspotta. Þetta getur vesöl og ófyrirleitin ríkisstjórn haft upp úr því að haga sér óguðlega og í trássi við Hymmnaföður Almáttkan.  


mbl.is Segir sérstakan stað í helvíti fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband