Leita í fréttum mbl.is

Nánari upplýsingar um manninn sem gekk berserksgang í miðborg Reykjavíkur í nótt

fullur 4Það skal upplýst að maðurinn sem gekk berserksgang við hotél í Reykjavík í nótt heitir Brynjar Vondalykt og ástæðan fyrir géðvonsku hans og stjórnleysi var áfengisnautn og brundíllska á lokastigi. Áður en tókst að yfirbuga Brynjar hafði hann kastað grjóti í höfuð friðsams borgara og núið andlitinu á öðrum borgara upp úr hlandpolli á gangstéttinni. Hann var færður af starfsmönnum Hálfdáns Varðstjóra til vistar í fangaklefa við hliðina á skrifstofu Varðstjórans. Upp úr hádegi er búist við að Hálfdán mismuni Brynjari úr húsum sínum og út á strætið, það er að segja ef fyrrgreindur krankleiki Vondulyktarinnar hafi linast til muna frá því nótt. Í morgun þókti mönnum auðsýnt að Hálfdán Varðstjóri væri með glóðarauga eftir annir næturinnar og er líklegt að Vondulyktinni hafi tekist að koma höggi á Varðstjórann er þeir áttust við í fangaklefanum.

eggUndir morgun hringdi Hálfdán í frú Ingveldi og fór fram á að hún sækti fangann Brynjar Vondulykt og líknaði honum. Þá kom upp úr dúrnum að skapsmunir frúarinnar voru ekki í sem bestu lagi og þolinmæðin upp á fáa fiska. Hún sagði Hálfdáni sem sé að gæti haft sína aumingja og öfugugga sjálfur til síns eigin brúks, Brynjar Vondulykt sækti hún ekki að sinni. Svo bætti hún því við að hún hefði haft tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar uppí hjá sér og Kolbeini í nótt og hún væri örþreytt eftir atganginn, því ráðherrarnir hefðu verið þurftafrekir en þó linjulegir og væmnir í hvílubrögðum.

Staðan í augnablikinu er því þannig að Brynjar Vonalykt liggur í járnum á gólfi fangaklefans, froðufellandi af geðtryllingi sem brjálæði er líkast. Þá er ástandið á Máríu Borgargagni ekki sem best þessa stundina, en hún lýsti því yfir við blaðamann, að henni liði eins og reyttri hænu að neðan eftir að hafa farið í kviðskeggsnyrtingu á föstudag síðasta. Annan eins djöfuls fant og fávita hefði hún ekki fyrirhitt lengi eins og þennan bölvaðan snyrti og hárskera. Maður Borgargagnsins, Indriði Handreður, lögfræðingur og veraldaraumingi, hefir og átt í mesta stappi við konu sínu og er nú svo illa komið að hann er farinn að hugleiða að selja Borgargagn sinn alfarið í höndur frú Ingveldar og Kolbeins, eða jafnvel Brynjars Vondulyktar. Af þessu öllu sést að víða er óáran og vandamál hjá yfir- og efrimillistétt þjóðfélagsins og ekki ólíklegt að ríkisstjórnin falli innan skamms vegna kerfislægrar ónáttúru hennar og hraksmánarlegs eðlis.


mbl.is Gekk berserksgang við hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband