Leita í fréttum mbl.is

Þegar frændi skaut hanann ofan af hlöðumæninum

byssuÞá man ég eftir því þegar frændi minn skaut hanafjandann ofan af hlöðumæninum. Bölvað kvikindið hafði yfirgefið hænurnar af fullkomnum hofmóði eftir að hafa svívirt þær misnotað langtímum saman. Svo gjörðist það einn daginn að haninn hóf sig upp á hlöðuþak eftir að gengið í skrokk á tveimur hænum, sem voru að verpa, og misþyrmt þeim. Í þrjá sólarhringa samfleytt spígsporaði haninn fram og aftur á mæninum, galandi og gargandi, og skeytti hvorki veðri né vindum, nótt eða degi.

Síðasta sólarhringinn sem haninn hélt til á hlöðuþakinu gerði sunnan hvassviðri með mígandi rigningu þannig að hann átti fullt í fangi með að verjast því að fjúka ekki út í loftið. Svo gekk veðrið niður með morgninum og þá fór frændi út með stórgripariffilinn, sem hann brúkaði jöfnum höndum til að skjóta nautgripi, refi og útseli. Haninn stóð tinandi á hlöðumæninum, rennblautur og ringlaður og hafði misst minnst fjórðung fjaðra sinna í óveðrinu. Svo skaut frændi hanagarminn niður af þakinu. Það var nokkuð sorgleg sjón, ekki verður því neitað, því satt að segja var hanadruslan orðin óhemju rytjulegur. Svo skall þessi fyrrum óvenju ofbeldisfulli hani til jarðar liðið lík, en hænurnar stóðu álengdar og horfðu undrandi á aðfarirnar.

Ekki veit ég af hverju minningin um afgreiðslu frænda míns á hananum í sveitinni kom akkúrat upp á sömu stundu og ég leit yfir snautleg afdrif Kolbrúnar Berþórsdóttur á Fréttabaðinu. Sjá hve illan enda, og svo framvegis, líður fyrir innri sjónir vorar ásamt öðru í þeim dúr. Og draugur krataeðlisins flöktir kringum hina föllnu eins og flugnasvermur.  


mbl.is Kolbrúnu sagt upp hjá Fréttablaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvenær kemur smásögubókin út?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.6.2022 kl. 10:10

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég veit ekki hvenær hún kemur út. Sennilega aldrei.

Jóhannes Ragnarsson, 30.6.2022 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband