Leita í fréttum mbl.is

Ein lítil stund í lífi kérlíngarborunnar

klósett2Kérlíngarboran paufaðist við sín verk á kamrinum. Hún hafði andstyggð á skítverki og því til staðfestingar sendi hún öfluga hlandbunu ofan í skálina svo að frussaðist til baka upp í berandann: Þessu fylgdi draugalegt hljóð: hviss hviss kwissss ... Djöfuls ömurlegheit voru þetta að þurfa enn þann dag í dag að eyða dýrmætum, óafturkræfum tíma á skálinni, umvafin pest af rotnun, ýldu og úrínískum efnahvörfum. Og gleyma ævinlega að skeina sig eftir þessi leiðindaumbrot, enda lögðu allir hundar á flótta þegar þeir fundu í nefi sínu að kérlingarboran væri að nálgast.

kol29Eiginmaður hennar er heldur ekki upp á marga fiska. Þetta er vembill, hokin í herðum, einlægt í alltof skálmastuttum buxum og með gul axlabönd svo buxurnar skerast eins og hnífsblað upp í millum þjóhnappana. Þessi holling á karlinum þykir kérlíngarborunni kynæsandi; stundum stendur hún við eldhúsgluggann og slefar meðan hún horfir á eiginmanninn staulast upp tröppurnar að útidyrunum. Manndindill kérlíngarinnar er vel úteygður, með þurraskellu á öðru kinnbeininu, brúnleita, burstaklippur, þunnhærður, hárið grásprengt, kollvikin unaðslega há. Jú, hún er ánægð með sinn mann, kérlíngarboran, og upplifir villta drauma með honum í huganum hversdags.

Í næstu götu býr systir kérlínarborunnar, grómtekin frussa með andargoggsvarir, rauð um augun og með rauða nasavængi, eins og hún brúki neftóbak. Hún er vond kona. Margoft hefir hún sent karlinn sinn á vettvang til að reyna við kérlíngarboruna systur hennar. Við þau tækifæri hefir karlvembillinn kérlingarborunnar brugðist við með því að strengja axlaböndin enn betur og klóra sér hér og hvar um kroppinn svo viðstaddir hafa fengið á tilfinninguna að hann sé hræddur um að svili hans ætli að reyna við sig líka, jafnvel nauðga sér frammi á gangi. Það er margt fjölskyldubölið. Og kérlíngarboran rís upp af toiletinu, lítur sem snöggvast á taðið í skálinni og skellir lokinu yfir setuna og strunsar út, full fyrirlitningar á lífinu og tilverunni.  


mbl.is „Ég varð að verða ástfangin af honum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband