Leita í fréttum mbl.is

Sækir fyrirmyndir í alræmdan meðvitundariðnað

Það er við hæfi að Áslaug Arna gerist Disney-fígúra, það fer henni svo aldeilis vel. Ekki síst vegna þeirrar hörmulegu staðreyndar að þorparinn Walt Disney og fyrirtæki hans hefur einna helst unnið sér til frægðar að taka gömul evrópsk ævintýri og útfletja þau og útvatna svo að ekki stendur steinn yfir steini af hinum upprunalegum sögum. Eða eins og Þórarinn Eldjárn skáld segir í Disneyrímum sínum:

Beint í smiðju bræðra Grimm  kolb_1258666.jpg
beina iðjuhöldar för.
Vinna hryðjuverkin dimm,
Walt í miðju, spenntur, ör.
-----------
Þegar allt er flatt og fláð
filmar Valtýr rústina.
Breytir salti í sykurbráð,
setur kalt á glóðina.

Svo gerðist það að Disney varð úr heimi hallur nokkru fyrr en hann kærði sig um. Sögðu sumir að þarna hafi Guð augljóslega tekið í taumana og virkja karmalögmálið á Walt með því að fella hann úr krabba. En Walt Disney dó ekki ráðalaus áður en hann dó, öðru nær, því hann skipaði svo fyrir að líkami hans væri látinn í frystikistu um leið og hann geispaði golunni. En um þetta segir Þórarinn skáld:

,,Það um listakynjakvist  walt.jpg
kveða í máli stystu,
að hann gisti, eigi vist,
oní frystikistu,

uni í dái  ísi hjá,
eins og björn í híði,
stari ljáinn ögrand'á
eftir því hann bíði

í kaldri ró að krabbahró
kempur Eirar lækni,
en einkum þó að eflist nóg
affrystingartækni".

Það er sem sé úr meðvitundariðju dólgsins Disney, sem ráðherrann Áslaug Arna sækir sér fyrirmyndir að blekkingarfígúrum gerviveraldar sinnar.

,,Nemur löndin Andrés önd,  og
argvítugur steggur.
Dauða hönd á dal og strönd
disneyvélin leggur".
(Höf. Þórarinn Eldjárn.  

 


mbl.is Ráðherra klæddi sig upp sem Elsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband