Leita í fréttum mbl.is

Tvær systur

vörurnarÞað var líka sona abelsínuönd á Bólstaðarnesi vestra. Hún bar þykkar, abelsínugular vörur, sem stóðu vel fram, og millum þeirra hékk oftar en ekki logandi vindlingur, gjarnan af tegundinni Camél eða Chesterfield, en reykinn lagði einlægt upp í vinstra augað á henni og með tímanum varð hún blind á auganu og því var hún hægri sinnuðu kölluð. Hún fannst önduð einn frostkaldan dag úti á túni og það var dautt í vindlingnum.

Systir abelsínuandarinnar var líka sérstök. Hún varð ástfangin af hundi og gekk á fund séra Atgeirs p. Fjallabakssen og bað hann gefa þau saman, hana og hundinn. Þókt séra Atgeir sé alræmdur værðarklerkur og stundum eilítið utan við sig, þá gjörði hann strax athugasemdir við þessa beiðni og sagði konunni að það væri afbrigðilegt að vilja giftast hundi og enn afbrigðilegra að steðja á fund sóknarprests síns og fara fram á við hann að fremja annað einsguðlast og drottinssvikaverk. Vegna synjandi afstöðu séra Atgeirs og neikvæðni í garð hundsgiftingar varð konugarmurinn hnuggin, en afréð þess í stað að stofna til óvígðrar sambúðar með hundinum og fór svo fram um hríð.

marry4En vorið eftir að konan gekk á fund séra Atgeirs fékk hún hundafár og lést í byrjun júní. Hundurinn lét sig hverfa strax eftir andlát heitkonunnar og, fór huldu höfði og lagðist á fé bænda og lifði kóngalífi á fjöllum. Þegar borið var upp við séra Atgeir að jarðsyngja þá látnu kvað hann öll tormerki vera á þessháttar athöfn; Gwöð vildi ekkert með sona konu hafa og því skyldi hún urðuð utangarðs, nánar tiltekið kastað í gamla hálffulla mógröf, sem stæði tilbúin frá náttúrunnar hendi út við Takmýri, þar sem mótak Bólstaðarnesinga hefði staðið með blóma fyrir all-mörgum áratugum. Síðan bauð séra Atgeir að tveimur vörubílshlössum af heldur grófu malargrúsarefni væri sturtað ofana á. Þannig fór með þær systur - blessuð sé minning þeirra, þannig lagað séð. 


mbl.is „Ég held ég hafi aldrei hlegið meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband