Leita í fréttum mbl.is

Ljóti karlinn í Reykjavík

fífl2Stundum var það skásta afþreyingin á tíðindalausum dögum í bænum, að fyljast með ljóta karlinum, lymskaðist dularfullur og óskiljanlegur um stræti og torg á daginn, en þegar kvöldaði og myrkrið tók völdin færði hann sig um set inn á lóðir manna og varð þá enn skuggalegri. Eitt sinn vorum við vitni að því að ljóti karlinn reig upp tóbakspípu að kveldlagi, kynnti ógurlega glóð upp í henni og fór að blása miklum, dökkum reykjarbólstrum inn um rifu á glugga íbúðar nokkurrar á jarðhæð í Hlíðunum. Við vissum sem var að sæmdarhjónin á þessum stað tækju óþverraskap ljóta karlsins illa upp því þau höfðu fullkominn viðbjóð á tóbaksreyk, enda stóð ekki á viðbrögðum þeirra. Við horfðum í vaxandi hryllingi upp á húsbóndann koma þjótandi út að glugganum og grípa óvildarmanninn gegnum gluggarifuna og svipta honum inn á gólf til sín. Eins og við manninn mælt hófust gríðarlegar misþyrmingar þar inni og svo kom ljóti karlinn í lágréttu ástandi út um gluggann eins og verið væri að fleygja dauðum fugli úr húsi.

Síðar sáum við ljóta karlinn í góðum félagsskap tveggja kvenna, sem við bárum kennsl á. Þetta voru illa ræmdar gálur, uppátektasamar og villtar. Löngu seinna gjörðust þær virðulegar frúr sem öll borgarastéttin elskar og dáir. Þær fóru með ljóta karlinn inn í runna bak við setubekk á Austurvelli og frömdu þar kynferðisofbeldi á honum, en ljóti karlinn hló og masaði á meðan. En mikið djöfull voru þau skítug, sóðaleg og illa til reika er þau skriðu eins og rottur eða melrakkar upp úr moldardrullunni og út úr runnanum aftur. Áratugum síðar leitaði ljóti karlinn til áfallaþerapista út af þessar raunarlegu reynslu sem hann hafði orðið fyrir.

Svo liðu árin eins og vera ber og við sáum ljóta karlinn æ sjaldnar og það litla sem við fréttum af honum var allt ljótt eins og hann. Hann hafði komist til óverðskuldaðra mannvirðinga og var farinn að hugsa og ákveða fyrir fólk og hirða af því pénínga gegnum sjóði. Þetta finnst ljóta karlinum víst dálagleg vinna. Svo var það eitt kvöldið í síðastliðnum október, að honum varð á sú alvarlega skyssa að míga innum eldhúsglugga inni í Laugarneshverfi, en húsmóðirin með þrjú lítil börn hafði opnað gluggann meðan hún var að sjóða ýsuþunnildin, sem fisksalinn í hverfinu hafði gefið henni. Þetta afrek ljóta karlsins mæltist svo illa fyrir, að Laugnesingar siguðu á hann hundum, sem rifu hann og tættu og bitu af honum leyndarliminn, sem honum hafði láðst að pota oní buxnaklaufina þegar hann varð hundanna var. Síðar sannaðist að þetta voru blóðhundar, en ljóti karlinn hefir farið huldu höfði síðan þetta gerðist og er talið að nú sé hann til alls vís.


mbl.is Eðlilegt að gagnrýna lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband