Leita í fréttum mbl.is

Ferðimannvandamál Framsóknar

klósett1Tja, það er varla nema um tvennt að ræða varðandi lausn á ferðamannaþjónustu vandamálinu. Annars vegar er að ríkið taki alfarið yfir ferðaþjónustuna í landinu og sendi Jóhannes framsóknarbarn Skúlason á leikskóla til endurhæfingar og upprifjunar á leikskólanámsefni, eða hitt að ferðaþjónustufrekjurnar komi sér sjálfar, á eigin reikning, upp tækjum og tólum og einkabjörgunarsveit til að finna og moka moka ferðamennina sína upp úr snjó, bjarga þeim og hlú að þeim og sjá um greftrunarkostnaðinn þegar ferðimaður deyr utanvegar í ofveðri og stórhríð.

Þetta er svo einfalt, að jafnvel Lilja Alfredós ætti að geta kraflað sig fram úr vandamálinu á annan hvorn veginn og það þótt hún hafi aldregi staðist dýralæknispróf. En mikið ósköp er gleðilegt að sjá hvað ráðherrar Framsóknarmaddömunnar eru hlaupnir í góð hold; þau bókstaflega róa í spikinu eins og fordekraðar varphænur sem fyrir löngu eru hættar að verpa. Enda hefir gamla Maddaman, þótt skemmd sé af elli og eiturnautnum, látið fæða ráðherra sína á fyrsta flokks merarsméri og graðhestaskyri með hristing úr sauðarjóma og glussa útá, frá kaupfélagskompaníi giftusama kaupfélagsstjórna í Skagafirði, síðast liðin fimm ár með þeim aðdáunarverða árangri að velmegunarkleprarnir hafa hlaðist eins og ofvörur utan á ráðherragarmana.

full2Svona stríðaldir ráðherrar, sem gamla Maddaman hefir komið sér upp, eru sannarlega ekki hristir fram úr erminni, og þeim verður vafalaust aungin skotaskuld að afgreiða ferðamannaiðnaðarvandamálið og snúa upp á trýnin á talsmennum ferðagræðginnar svo þau hvorki æmti né skræmti meir. Þó eru vaxandi áhyggjur af leiðinlegu málefni sem borist hefir ráðsmanni, húskörlum og griðkum Framsóknarfjóssins til eyrna, jafnvel þeirri gömlu líka: Sem sé að ráðherrar Fjóssins séu sífellt meira og meira að verða eins og ljósrit hvert af öðru og erfitt sé, einnig fyrir velsjáandi menn í fullri dagsbirtu, að þekkja ráðherrana hverja frá öðrum; þetta ástand varð til verulegs ama á fundi Landsambands Framsóknarkvenna, sem merkilegt nokk er enn til, en þá sýndist einni virðulegri gamalfrauku að Lilja Alfredós væri Sigurður Ingi og skildi ekkert í því að hann væri í gulri dragt og gengi um eins og sperrtur hænuungi. Og það var lífsins ómögulegt að leiðrétta þennan sorglega misskilning, enda voru landsambandskonur orðnar ærið drukknar þegar þetta gerðist.     


mbl.is „Getum auðvitað aldrei sigrað brjálað veður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband