Leita í fréttum mbl.is

Síra Baldvin tekst á við vélabrögð Djöfulsins

prestur13Æjá, allt er þetta skítt og bölvað og aunginn maður með mönnum nema mannleysa sé. Hitt er aftur annað mál, að upp á síðkastið hefir ármaður guðdómsins hérlendis, síra Baldvin, prestur og prófastur til Staðarþinga mátt standa í ströngu við að verjast vélabrögum Djöfulsins hér á jörð. Fyrr á þessu ári uppáféll honum sú sorg að leggja leið sína kveldmessu í næsta prestakalli, því lengi hefir síra Baldvin haft efasemdir um kristnihald í þeirri sókn. Hann mætti til leiks þegar um það bil tíu mínútur voru liðnar af guðþjónustunni og smokraði sér niður á aftasta bekk svo lítið bar á. Og þar gaf aldeilis sjón að sjá. Fyrir altari tifuðu þrjár hempuklæddar verur og sungu eitthvað, sem átti að heita sálmur fyrir kór og messu gesti.

Síra Baldvin sá strax hempuveran í miðið var sóknarpresturinn, en sér til beggja handa hafði hann tvo stutta presta, sem sé kvenpresta. Öll þrjú voru gríðarlega sperrt og gat síra Baldvin ekki betur greint en sálmurinn sem þau kyrjuðu væri frámunalega léleg og smekklaus þýðing á enn lélegra amrísku dægurlagi. Þegar söng var lokið fór önnur kvensan að hvía upp yfir sig, en strax þar á eftir klifarði hinn kvenmaðurinn upp í prédíkunarstólinn og fór að tala um Guð, sem hún kallaði reyndar Gwöð, og það heyrði síra Baldvin strax að þar var á ferðinni annar Guð en sá sem hann þekkir.

,,Hún Guð", kvakaði hempukérlíngin og varð einkar gírug í framan og lyngdi augunum, ,,er so so góð og hevur gert so mikið fyrir mig. Hún hevur géfið mér matinn minn og starfið mitt og manninn minn og börnin mín, húsið mitt, garðinn minn og bílinn minn, - og hún hevur líka géfið mér lánstraust í bankananum og sex vikna ferð með fjölskyldunni til Tenerife. Þegar þar var komið sögu sá síra Baldvin sér ekki annað fært en að standa upp og skerast í leikinn í krafti síns prófastslega embættis, því guðlast vill hann ekki hafa sér nær. Hann vóð stórum skrefum og ákveðnum upp að prétíkunarstólnum, seildist í hálsmálið á kvenprestinum og dró hana eins og blautan heypoka uppúr stólum, gekk með kérlu fram að dyrum og kastaði henni út. Síðan fór hann eins að og Frelsarinn þegar hann rak prangaraskrílinn út úr helgidóminum. Þegar allir voru komnir undir bert loft, slökkti síra Baldvin ljósin í musterinu, læsti kirkjudurunum og innsiglaði þær og skipaði sóknarprestinum í rúmið og kvaðst koma aftur í fyrramálið tala við hann. En því því viðtali mun sóknarpresturinn aldrei gleyma.    


mbl.is „Þetta getur skipt tugum króna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband