Leita í fréttum mbl.is

Fáheyrð viðurstyggð: Bregður fæti fyrir einn helsta velunnara og styrkjara Flokksins

gun4Þá hefir frú Swandeesý svarað árás Sjálfstæðisflokksins á útlendinga með því bregða fæti fyrir einn af helstu velunnurum og péníngastyrkjara Flokksins á býsna fólskulegan hátt. Frú Swandeesý hefir sem sé af víðkunnum skepnuskap sínum látið sig hafða það að banna hinum kjaftagleiða auðvaldssegg, Stjána Loftssyni að veiða hvali fyrr en í með haustinu og þá mun hún framlengja bannið, - það er að segja ef hún verður ennþá ráðherra, sem aldeilis er óvíst eins og staðan er nú.

Þessum fantaskap Swandeesý mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki láta ósvarað og sennilega verður skrímsladeild, grá fyrir rógi og lygum, verða send til höfuðs kérlíngunni og henni gjört ólíft til lands og sjávar. Til viðbótar er Íhaldið líklegt til að gefa brennivínssprúttsölu alfrjálsa, eins og það kallar það; fella niður allar greiðslur frá Tryggingastofnun til öryrkja og aldraðra sem og ríkisstyrki til stjórnmálaflokka; einnig selja heilbrigðiskerfið á slikk til einkaaðila. Já já. Og taka eftirlaunin af Stenngrimi Johoð.

Það er auðvitað bráðíllt fyrir frjálsa framtakið, auðvaldið, arðræningjana og nýfrjálshyggjuna að eitt vanstillt ráðherrarassgat skuli hafa gert sér að leik að snúa hvalaskutlinum að einum af bestu mönnum Flokksins og senda hann rakleitt í miðjan bláendann á karli og byssuna á eftir. Sem betur fer er slík ósvífni fáheyrð. Vitaskuld getur Bjarniben, með einu pennastriki, tekið ráðherraembættin bæði af Swandeesý og Gwöndi litla frá Brúarlandi og látið Katrínu Jakkó sitja eina úti í horni með marklausa forsætisráðherranafnbót í barminum. Og sennilega mun Bjarniben gera það. 


mbl.is Veiðar á langreyðum stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband