Leita í fréttum mbl.is

Hún er svo viðbjóðsleg

hátíðUmgengnin í Landmannalaugum er svo viðbjóðsleg, farið er að kalla þennan áður géðslega stað ,,Hlandmannalaugar" og þá sem hann heimsækja ,,Hlandmannadrauga". Það er svo hræðilegt þarna, er mér sagt, að verra gæti það ekki orðið þókt Djöfullinn sjálfur, stórbóndi að Helvíti, kæmi með alla sína ógeðslegustu og verstu púka og léti þá drulla krussum þvers ofan í allar Landmannalaugarnar, yfir bakka þeirra, gangstíga, og alveg upp í miðjar hlíðar. Enda er mála manna, að þarna hafi Djöfullinn um vélt og túristasvínin, sem lagt hafa leið sína í staðinn, séu sendir gagngert af Pokurnum til að vinna spjöll og gjöra Íslendingum gramt í geði.

Úr því sem komið er, er ekki nema um tvennt að ræða: Annað hvort að loka Landmannalaugum með gaddavír og vopnuðum vörðum, eða troða tré- eða korksponsum í rassinn á túristafjöndunum áður en væri hleypt á svæðið. Þetta gjörði Ólafur Bóndi ávallt þegar hann veitti ferðimönnum aðgang að heitavatnspollinum á landareign sinni. Það var gaman að fylgjast með göngulagi túraranna þegar þeir kjöguðu að pollinum eftir að Ólafur Bóndi hafði tappað þá. 

Síða hvarf Ólafur Bóndi fyrir björg, eins og menn vita og fyrr hefir verið frá sagt, eftir að hinn merki fjárhundur Snati, stuggaði við Ólafi er hann stóð tæpt á brúninni og teygði álkuna framan til að gá til kinda þar fyrir neðan. Í dag kemur fjöld ferðamanna til að skoða bjargbrúnina, þar sem Ólafur féll fram af, og urðina þar fyrir neðan, sem tók við bóndanum er hann lenti. Talið er fullvíst að Ólafur bóndi gangi aftur þar sem hann fórst, og á miðilsfundum hefir hann hvað eftir annað valdið saklausu fólki ótta og óþægindum með fólskulegum munnsöfnuði og heitingum. 


mbl.is Viðbjóðsleg umgengni í Landmannalaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband