Leita í fréttum mbl.is

Minnir á afrek Brynjars fyrr á þessu ári

kol32Þessi skemmtilega tilbreyting á auglýsingaskilti Bagdað hefur áreiðanlega vakið gleði í döprum hjörtum borgarbúa. Enda fátt um fína drætti þar á bæ síðan Saddam leið. Þetta minnir hálft í hvoru á þegar skelmirinn Brynjar Vondalykt gjörði sér til gamans að heimsækja vin sinn og konu hans, hrekklaust fólk og vel gert, sem bjó á annarri hæð við fjölfarið stræti í höfuðborginni. Gnótt hafði Vondalyktin áfengis með sér og var ekki fyrr sestur við eldhúsborð vinahjóna sinna en hann opnaði flösku, eða flöskur, og bauð gestgjöfum sínum að drekka. Og þar eð vinahjónin voru hrekklaust og gott fólk, þá þáðu veitingar Vondulyktarinnar og urðu von bráðar mjög drukkin.

Svo kom að þeim fyrirsjáanlega punkti, að vinahjónin gjörðust ölmóð og lognuðust út af; húsbóndinn á grúfu undir eldhúsborðinu, en kona hans lagði höfuð sitt á sama eldhúsborð og hraut. Þá stóð Brynjar Vondalykt upp frá borðum. Fór fram í stofu. Dró sjónvarpið, sjötíu og fimm tommu fleka út í glugga, stillti því þar upp, kveikti, og hóf útsendingu. Sjónvarpsefnið var mjög gróf pornómynd, sem Vondalyktin hafði haft með sér á geisladiski. Og þar sem Brynjar er góður í tækjum og rafurmagni, þá tengdi hann tvo heljar hátalara við sjónvarpsútsendinguna og kom þeim fyrir við opna glugga. Síðan hraðaði hann sér á brott 

hálf4Útsendingin sást langar leiðir, út allt strætið og niður á torg; veðrið var dásamlega kyrrt og blítt, þannig hljóðin bárust óaðfinnanlega, skýr og greinileg, yfir í nærliggjandi hverfi. Lögreglan var kölluð á vettvang. Hálfdán Varðstjóri kom sjálfur undir blikkandi ljósum sírenublæstri. Hann varð að brjótast með öxi inn í íbúð vinahjóna Brynjars Vondulyktar, fann húsráðendur áfengisdauða í eldhúsinu og dró þá illyrmislega úr húsi eins og dauða fugla og hafði á brott mér sér í lögreglubifreiðinni. Því miður láðist Varðstjóranum og slökkva á sjónvarpi og hátölurum, en þess í stað strengdi hann borða á vettvangi og innsiglaði dyrnar. Eftir að hafa heimsókt vin sinn og konu hans, hélt Brynjar Vondalykt rakleitt heim til frú Ingveldar og Kolbeins og sagði frá nýunnu afreki. Gjörðu viðstaddir góðan róm að með hlátrasköllum og furðu illgjörnum athugasemdum. En vinahjón Vondulyktarinnar hafa ekki sést síðan, gjörðust flóttamenn og sóktu um hæli sem slíkir á eyjunni Madagaskar.    


mbl.is Slökkt á auglýsingaskjám eftir sýningu klámmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband