Leita í fréttum mbl.is

Minnir á afrek Brynjars fyrr á ţessu ári

kol32Ţessi skemmtilega tilbreyting á auglýsingaskilti Bagdađ hefur áreiđanlega vakiđ gleđi í döprum hjörtum borgarbúa. Enda fátt um fína drćtti ţar á bć síđan Saddam leiđ. Ţetta minnir hálft í hvoru á ţegar skelmirinn Brynjar Vondalykt gjörđi sér til gamans ađ heimsćkja vin sinn og konu hans, hrekklaust fólk og vel gert, sem bjó á annarri hćđ viđ fjölfariđ strćti í höfuđborginni. Gnótt hafđi Vondalyktin áfengis međ sér og var ekki fyrr sestur viđ eldhúsborđ vinahjóna sinna en hann opnađi flösku, eđa flöskur, og bauđ gestgjöfum sínum ađ drekka. Og ţar eđ vinahjónin voru hrekklaust og gott fólk, ţá ţáđu veitingar Vondulyktarinnar og urđu von bráđar mjög drukkin.

Svo kom ađ ţeim fyrirsjáanlega punkti, ađ vinahjónin gjörđust ölmóđ og lognuđust út af; húsbóndinn á grúfu undir eldhúsborđinu, en kona hans lagđi höfuđ sitt á sama eldhúsborđ og hraut. Ţá stóđ Brynjar Vondalykt upp frá borđum. Fór fram í stofu. Dró sjónvarpiđ, sjötíu og fimm tommu fleka út í glugga, stillti ţví ţar upp, kveikti, og hóf útsendingu. Sjónvarpsefniđ var mjög gróf pornómynd, sem Vondalyktin hafđi haft međ sér á geisladiski. Og ţar sem Brynjar er góđur í tćkjum og rafurmagni, ţá tengdi hann tvo heljar hátalara viđ sjónvarpsútsendinguna og kom ţeim fyrir viđ opna glugga. Síđan hrađađi hann sér á brott 

hálf4Útsendingin sást langar leiđir, út allt strćtiđ og niđur á torg; veđriđ var dásamlega kyrrt og blítt, ţannig hljóđin bárust óađfinnanlega, skýr og greinileg, yfir í nćrliggjandi hverfi. Lögreglan var kölluđ á vettvang. Hálfdán Varđstjóri kom sjálfur undir blikkandi ljósum sírenublćstri. Hann varđ ađ brjótast međ öxi inn í íbúđ vinahjóna Brynjars Vondulyktar, fann húsráđendur áfengisdauđa í eldhúsinu og dró ţá illyrmislega úr húsi eins og dauđa fugla og hafđi á brott mér sér í lögreglubifreiđinni. Ţví miđur láđist Varđstjóranum og slökkva á sjónvarpi og hátölurum, en ţess í stađ strengdi hann borđa á vettvangi og innsiglađi dyrnar. Eftir ađ hafa heimsókt vin sinn og konu hans, hélt Brynjar Vondalykt rakleitt heim til frú Ingveldar og Kolbeins og sagđi frá nýunnu afreki. Gjörđu viđstaddir góđan róm ađ međ hlátrasköllum og furđu illgjörnum athugasemdum. En vinahjón Vondulyktarinnar hafa ekki sést síđan, gjörđust flóttamenn og sóktu um hćli sem slíkir á eyjunni Madagaskar.    


mbl.is Slökkt á auglýsingaskjám eftir sýningu klámmyndar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband