Leita í fréttum mbl.is

Hin vestrænu gildi og lýðræðið í Úkraínu

stríð5Það er þó þrifa uppátæki hjá stríðssjúkum Norsurum að færa ólánsbesefunum í stjórnarráði Úkraínu herþotur. Væntanlega eiga Úkraínumenn að drepa fólk með þessum herþotum, enda eru þær ekki til neins annars í raun og veru. Það er af sem áður var, þegar stefna góðs fólks í veröldinni var að stinga blómum upp í byssuhlaupin, hella vatni í púðrið og eyðileggja öll kjarnorkuvopnin, sem sóðalegir heimsvaldasinnar höfðu smíðað sér.

Ekki er í fréttinni af þessu góðverki Norsara á Úkraínu, fremur en búast mátti við, minnst einu orði á það, að hefur lýðræði að mestu verið afnumið, minnst 11 eða 12 stjórnmálaflokkar bannaðir, fjölmiðlar og starfsemi verkalýðsfélaga bönnuð, stjórnarandstæðingar hundeltir og spilling vægast sagt hroðaleg. Þetta er víst hin frægu lýðræðislegu og vestrænu gildi, sem USA, ESB og NATÓ segjast vera að verja fyrir rússnesku hálfmennunum í Kreml. Ætli væri ekki nær fyrir skinhelga hræsnara í stjórnkerfi Noregs að heimsækja Sélenzkyi og vini hans og troða dágóðum slatta af blómum, stjúpu, pélagóníum og túlípönum, upp í óæðri endann á þeim? Jú, það væri tvímælalaust betra.

Á meðfylgjandi hlekki, hér fyrir neðan, gefst fróðleiksþyrstum Íslendingum kostur á að lesa sér til um hin ýmsu afreksverk Sélenskyis og félaga hans í ríkisstjórn Úkraínu:  

https://neistar.is/greinar/einkavaeding-og-andlydraedi-i-ukrainu/?fbclid=IwAR1WhjawpQvc-CN7wnV0uqKlsea-hSwTl34FG9ql_i9Gp1XXbi3HaN5xUoM


mbl.is Norðmenn gefa Úkraínumönnum herþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú kemur á óvart Jóhannes. Ekki bara í toppformi sem húmoristi, heldur beittur ádeilupenni þegar þú vilt. Svo veit ég að þú getur sett saman vísur. Þær mættu verða fleiri.

Takk fyrir góðan pistil, hægrimenn og vinstrimenn geta stundum verið sammála. Ekki þó í ríkisstjórninni, þar er fátt nema sýndarmennska og valdagræðgi, því miður.

Ingólfur Sigurðsson, 24.8.2023 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband