Leita í fréttum mbl.is

Frægur aftúrsiglari stjórnmálafræðinnar villist ofar himinskautum - vísvitandi

xxxÞað má ekki minna vera, en einhver helsti afturúrsiglari krataeðlisins í ,,stjórnmálafræðingastétt", hr. E. Bergmann, sé kallaður til álitsgjafar á broslegum brottrekstri Helgu Völu úr þingflokki Samfylkingarinnar. Hr. Bergmann er, eins og allir aðrir ,,stjórnmálafræðingar" krataeðlisins, afar hlutdrægur í dómum sínum, svo stappar nærri geggjun eða géðrofi; maðurinn hefir liðið áfram árum saman eins og prumpandi skrípamynd og prédíkað ESB, Samfylkinguna, aftur ESB og aftur Samfylkinguna, eins og tunglsjúkur spáprestur grénjar um sjöunda hymmnaríki, sem enginn kannast við.

Best tekst svo hr. Bergmann upp þegar hann er spurður um ástæður fyrir auknu fylgi Samfylkingarinnar. Þá svarar kauði því til, rétt eins og stjórnmálafræðingi í hafvillu sæmir, að það sé nú útaf því að Samfylkingin hafi farið aftur(?) í eitthvað sem hann kallar ,,grunngildi jafnaðarstefnunnar!", sem hann hefir greinilega ekki hugmynd um hvað er, en segir að sé kjarabaráttan. Það kannast auðvitað enginn við neina kjarabaráttu af hálfu Samfylkingarinnar, nema þá að setja saman ,,verkalýðsráð Samfylkingarinnar" til höfuðs Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og stéttabaráttu Eflingarfélaga. Í einu geta menn nefnilega treyst á krataeðlislýð Samfylkingarinnar, en það er koma þjóðskipulagi kapítalismans, auðvaldsins, til hjálpar ef hætta er talin á byltingartilburðum sósíalista innan verkalýðshreyfingarinnar.

En þókt Helgu Völu sé kastað á haugana, og Oddný og Þórunn fylgi fljótlega á eftir og að allir krataeðlistaumarnir séu færðar í hendur fyrrum aðalhagfræðingi fínimannabankans Kvikubanka, þá er blekkingaleikur Samfylkingarinnar ekki drukkinn þókt í ausuna sé kominn. Vandinn er að leika svo snyrtilega á kjósendur, að þeir hvorki sjái né gruni hvers kyns er fyrr en eftir kosningar, þegar hagfræðilærða Kvikupinsessan krataeðlisins á teinóttu jakkafatadragtinni verður búin að stofna til ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum, því markmið ,,jafnaðarstefnunnar" á Íslandi er að vera í stjórn með Íhaldinu, og það er líka hennar eina markmið.


mbl.is Kristrún með alla þræði flokksins í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eiríkur er illa tengdur við reyklausu bakherbergin
Sagan á barnum er að Helga sé að víkja fyrir Degi B
sem ætlar sér fjármálráðuneytið eftir næstu kosningar

Grímur Kjartansson, 3.9.2023 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband