Leita í fréttum mbl.is

Er gamli Jahve hér að störfum, eða hið óhjákvæmilega karma?

ing13Djöfuls ástand er þetta orðið þarna á Grindíánastöðum; húsin klofin, fólkið flúið og eiturgas og gufur stíga upp úr jörðinni. Þetta er farið að minna á þegar Jahve gamli lagði Sódómu og Gómorru í rúst, til að kveða girndarbruna íbúanna niður í eitt skipti fyrir öll. Aðgerð Jahve tókst í sjálfu sér vel, íbúarnir heyrðu á svipstundu sögunni til og illvígur hórdómur þeirra, sem varð þeim að falli. Við þetta tilefni varð eiginkona Lots heitins að salstólpa, þegar henni varð á að líta aftur á flóttanum frá Sódómu, en það hafði Jahve gamli aldeilis forboðið henni. Og þar eð Lot var bróðir sjálfs Abraháms, þá höguðu örlögin því þannig til, að Abrahám var í einni svipan orðinn mágur saltstólpa.

Í svipinn er óljóst, alla vega enn sem komið er, hvort Jahve gamli stendur að baki útþurrkunar Grindavíkur, ennfremur hvort holdlegar og hugarfarslegar syndir Grindíána séu svo hræðilegar að Jahve kemst ekki hjá því að leggja þá í eyði. En eitthvað er það. Nú vitum vér ekki til þess að Grindíánar eig sinn Lot, sem til þess er bær að semja um skaðaminnkun í Grindavík við Jahve. Slíkur Grindavíkur-Lot hefði til dæmis getað beðið Jahve gamla að láta sér nægja að opna jörðina undir Bláa lóninu og láta það gossa til Neðri-Byggða, en í staðinn legðu Grindíánar af allt ónáttúrlegt athæfi og lostafengið framferði. En því miður fyrir Grindíána er engum Lot til að dreifa meðal þeirra, hvað þá kérlíngar sem vegna sviksemi yrði að salthrúgu á flótta úr plássinu.

En hvað um það og hvernig þessu er varið með þá félagana Abrahám, Lot og Jahve, þá er nokkuð auðséð að karmað hefir læst klóm sínum um Reykjanes. Og þetta er aðeins fyrsta vers. Nú, þegar búið er að flæma Grindíána í fangið á stórborginni við Sundin, þá berast böndin óhjákvæmilega að örðum byggðakjörnum á nesinu. Og að lokum mun flugvöllurinn á Miðnesheiði, Atómstöðin mikla, verða að storknuðu hrauni, hvar engum verður vært; þá verður verkið fullkomnað. Þetta verður gjaldið sem Suðurnesjamenn og Íslendingar verða að greiða fyrir að heimila blóðhundum heimsvaldastefnu Vesturlanda land undir morðtól sín og tæki, spillingu og glæpi. Og hananú.      


mbl.is Áframhaldandi byggð undir Grindvíkingum komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband