Leita í fréttum mbl.is

Bláa lónið er blessuð tjörn

Bláa lónið er blessuð tjörn, 
busla þar tuddar og opna görn
í kafi þá aungin kona sér,
kláðinn svo tekur völdin af þér. (Höf: Brynjar Vondalykt)

bað1Já, svo kvað Brynjar Vondalykt þegar hann velktist til og frá í ölduróti Bláa lónsins með eina hálfflösku fyrir bringspölunum. Þegar hann slapp upp úr eftir langa mæðu lét hann það verða sitt fyrsta verk að láta sótthreinsa sig - svo ofbauð honum lifnaðurinn í lóninu. Og um gesti Bláa lónsins sagði hanna aðeins: ,,Þeir sem fara í þessa tjörn þurfa ekki klósett".

Í hinum gráu undirdjúpum lónsins fræga gerast ævintýr ýmislig, sem aungvann getur órað fyrir sem líta hugfangnir á auglýsingar í lit af fyrirbærinu. Kísilduftið í vatninu villir um og vessar og vemmileg rök verða að samfelldri þoku. Brynja Vondalykt kvaðst hafa gleypt eitthvað ókennilegt í ógáti þegar hann kafaði ofan í kelduna; ,,ég sá bara grátt, en ég fékk eitthvað vont upp í mig", sagði Brynjar og grét af óhugnaði.

Í gamla daga var það sápan Lúvíl sem var efnakljúfur sjálfrar náttúrunnar, í dag sjá Bláa lónið og aðrir drullupollar um þessháttar verk. Það skemmtilegasta við þetta er samt, að nútímafólk borgar í stórum stíl háar upphæðir fyrir það eitt að baða sig í þessum foravilpum - en til hvers veit enginn. Þetta minnir á söguna af Kolbeini Kolbeinssyni þegar hann draugfullur hrapaði ofan í mógröf þar sem dauðum hundum og köttum hafði árum saman verið kastað í. Á eftir  taldi hann sér trú að þessi sérkennilega baðferð hefði verið honum heilsueflandi, þrátt fyrir stöðuga , dularfulla kvilla lengi á eftir, sem voru, þrátt fyrir heilsueflinguna, nær búir að draga hann til dauða hvað eftir annað.  


mbl.is Bláa lónið opnar að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband