Leita í fréttum mbl.is

Sá frægi maður sem kom óorðinu á brennivínið

kolb16Sagt hefir verið um Brynjar Vondulykt að hann minni í raun og veru á fátt annað en brennivín. Svo tengdur er þessi maður svaradauðanautn, að talið er víst að lagabókstafurinn, þar sem kveðið er á um blátt bann við að vera ölvaður á almannafæri, sé fyrst og fremst tilkominn vegna Vondulyktarinnar. Og frú Ingveldur fullyrðir, að eiginmaður hennar Kolbeinn Kolbeinsson hafi orðið sá veraldaraumingi og ræfilstuska, sem hann er, vegna þess að hann gjörðist snemma kunningi Brynjars og apað upp eftir honum allskonar óskynsamlegt líferni.

Þá er og frá því greint að Brynjar Vondalykt sé einnig sá maður sem á sínum tíma kom óorði á brennivínið. Og forvarnarkennslu fyrir börn í grunnskólum er nafn hans iðulegt nefnt sem staðfestingu þess vítis sem varast skal. En það er víst ýmislegt fleira en brennivínið sem hefir gjört Brynjar Vondulykt að nafntogaðri persónu í þjóðfélaginu. Hann er alræmdur hjónadjöfull og hefir margsinnis reynt að komast upp á milli Máríu Borgargagns og Indriða Handreðs frá því þau gengu í heilagt hjónaband fyrir örfáum árum, þá komin nokkuð við aldur. Það var ófagurt á að sjá.

En þegar Brynjar skreið nakinn, óhreinn og búinn að drekka tvær flöskur svartadauða inn á áríðandi fund hjá Sjálfstæðiskvenfélaginu Hvöt og tók til við að særa blygðunarkennd viðstaddra sem mest hann mátti, var ekki lengur hjá því komist að taka á málinu. Athæfi hans varðaði við lög og heiður og orðspor Sjálfstæðiskvenfélagsins Hvatar var húfi. Því var Brynjar Vondalykt dæmdur og settur inn. Út kom hann hálfu verri en fyrr og ónáttúran og afbrigðilegheitin öllu öfgafyllri en nokkru sinni áður. Þetta gaf betri stéttum þjóðarinnar ástæðu til að efast um að nokkur betrun fælist í betrunarvist bak gaddavír og læst hlið. Það var farið að tala um í fullri alvöru innan borgarastéttarinnar, að réttast væri að taka bara upp dauðarefsingu og fá Brynjar Vondulykt hengdan, svo hann næði ekki að koma óorði á fleira en brennivínið. En Vondalyktin er enn að og ekki bólar enn á löggjöf sem leyfir að hengja menn eins og hann.    


mbl.is Hún minnti mig á brennivín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband