Leita í fréttum mbl.is

Nýfrjálshyggjumađur svalar frelsisţorsta sínum á bifreiđum

bíll1Ţađ leikur enginn vafi á ađ bak viđ bílabrennuna viđ Smiđjuveg stendur frjálshuga einstaklingur, svokallađur nýfrjálshyggjumađur. Ţađ er eđli nýfrjálshyggjumanna ađ kveikja elda, frjálsa elda, sem brenna gjarnan hvađ sem fyrir verđur. Fyrir Hrun drógu frćknar nýfrjálshyggjuelítur saman mikinn bálköst, sem fuđrađi allt í einu upp í einu smáskítaHruni međ einkar athyglisverđum hćtti og ekki síđur athyglisverđum eftirköstum. En ţetta var allt saman allt í lagi ţví frćgir sosidemó-framsóknarriddarar einhentu sér af háborgaralegri dyggđ í ađ endurhanna brunarústirnar upp í blóđugar klćrnar á nýfrjálshyggjuauđvaldinu, sem ţakkađi pent fyrir sig og hófst ţegar hana viđ ađ draga saman í nýjan bálköst.

En ţarna á bílastćđinu viđ Smiđjuveg var einkaframtakiđ á ferđ í sinni skýrustu og viđkunnanlegustu mynd, enda fuđruđu bílskrjóđarnir upp á augabragđi án ţess nokkur gćti rönd viđ reist, alveg eins og ţegar einkaframtakiđ kveikti í bankakerfinu hér um áriđ. Svo er aftur álitamál hvort hvort brennuvargurinn hefir stađiđ einn ađ málum eđa hvort hann sé verktaki, eđa jafnvel undirverktaki, fyrir annan nýfrjálshyggjumann eđa nýfrjálshyggjuelítu. Svörum viđ ţessum áleitnu spurningum verđur ađ sjálfsögđu ekki svarađ fyrr en vargurinn verđur handsamađur og hann leysir frá skjóđunni.

Samkvćmt leynilögreglu ríxlögreglustjóra, leikur sterkur grunur á, ađ bílabrennumađurinn sé sami nýfrjálshyggjunáungi og kukkađi rétt fyrir jól á bifreiđ viđ Digranesveg í Kópavogi. Ađ öllu samanlögđu ţá ţykir einsýnt ađ hinum framtakssama nýfrjálshyggjumanni er mjög svo uppsiga viđ bifreiđar ţví ef hann getur ekki gert ţćr alelda ţá gyrđir hann kampakátur niđum sig og hefir hćgđir á ţćr. Sumir gćtu freistast til ađ kalla athćfi sem ţetta óeđli, sem ţađ náttúrlega er, en ekki má hefta athafnafrelsi eintaklingins, framtaksţrá og rétt viđhorf til pénííínga og framfara, hagvaxtar og virđisauka.   


mbl.is Brennuvargsins enn leitađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband