Leita í fréttum mbl.is

Er brennuvargurinn í Kópavogi kvenmaður?

bíll2Auðvitað hefir lögreglan engar vísbendingar um bílabrennuvarginn í Kópavogi. Náunginn er nefnilega séður vel og lætur ekki ná sér, ekki fremur en þegar hann kúkaði á bílinn við Digranesveg. Hálfdán Varðstjóri og hans menn gætu svo sem reynt að veiða þorparann í net eða sitja fyrir honum eins og búrhveli með skutulbyssu, en trúlega yrði þeim lítt ágengt; brennuskítakallinn er þessháttar, skohh.
 
Raunar er eins gott fyrir varginn að Hálfdán Varðstjórn hafi ekki höndur í hári hans, því höndur Hálfdáns eru sem kunnugt er aungvar kvenmannshöndur. Sennilega mundi Hálfdán ganga strax frá ódæðismanninum í fangaklefanum á stöðinni, þannig að hann mun hugsa sig tvisvar um áður en hann leysir niðrum sig næst fyrir framan mannlausa bifreið eða leggur að henni eld. Tiltektir Hálfdáns Varðstjóra hafa nefnilega virkað vel sem áreiðanleg forvörn á afbrotafólk og villinga.

Svo eru uppi kenningar, furðu ágengar, þess efnis, að títtnefnd glæpaurt úr Kópavogi sé kona, sennilega úr Garðabæ eða Hafnarfirði. Rökin fyrir því að kona hafi verið að verki eru fyrst og fremst fémínísks eðlis og tiltektir hennar séu ákveðið og nauðsynlegt innlegg í jafnréttisbaráttuna. Það er vel til fundið hjá íslenskri húsmóður, segjum úr Garðabænum, að klæða sig upp á í jólasveinabúning á aðventunni og gera sér ferð í Kópavog til að kukka á bifreið við Digranesveg. Fara síðan aðra ferð í brennuvargsbúningi og kveikja í bílum Kópavogsbúa við Smiðjuveg. Drotin gefi að þessi kvenmaður sé ekki af hinum garðbæska aðli, - það gæti sem sé komið sér illa fyrir háburgeisastéttina í bænum.


mbl.is Engar vísbendingar um brennuvarginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband