Leita í fréttum mbl.is

Fyrst Gnarrið, - svo fylgir Katrín á eftir

kolb11Déskoti er nú Gnarrið alltaf sniðugt og fyndið; það leikur bara allt í höndunum á þeim manni. Af bestu manna yfirsýn er svo að sjá að Gnarrið taki jafnvel Katrínu Jakobsdóttur fram þegar kemur að gamanmálum og hressilegheitum, Katrín er sem þjóð veit gríðarlegur hressari og ævinlega með spaugsyrði á vör, oft óafvitandi.

Og nú hefir Gnarrið gefið nærbuxurnar sínar og verður héðan í frá nærbuxnalaus og eftirvill skólaus líka. Nú standa vonir okkar allra að Katrín Jakobsdóttir fari að dæmi Gnarrsins og gefi sínar nærbuxur vandalausum og venji sig á að striplast um götur og göngustígi borgarinnar sem hana ól, innan um þá borgarastétt sem skapaði hana í sinni eigin mynd. Þó svo að þetta einkennilega fólk, Gnarrið og Katrín, séu þessa dagana í forsetaframboði þá vekja fréttir dagsins vonir fólksins í landinu um nærbuxnalausa daga á Bessastöðum og að næsta forseta Íslands auðnist að valsa um og gumsast úti og inni jafn innilega nærbuxnalaus og heimilishundurinn.

ingÞað lyftist brúnin á frú Ingveldi þegar hún leit augum fréttina um nærbuxnagjafmildi Gnarrsins og gjörði hún þegar ráðstafanir til að komast yfir umrædd nærhöld. Hún lét þess og getið að hún vildi einnig eignast samsvarandi fatnað Katrínar og væri krafa hennar að flíkurnar væru bæði notaðar og óþvegnar, til þess að hún gæti notið þeirra að fullu. Af þessu tilefni sagði frú Ingveldur nærstöddum unglingum að því þegar hún, á sínum yngri árum þaut aftur á bak og áfram um landið öldungis nærbuxnalaus og gjörði sér að leik að smita ölvaða strákadjöfla af leiðinlegum og óhrjálegum sjúkdómum, sem helst herjuðu á miðvígstöðvar þeirra.  


mbl.is Jón Gnarr gefur nærbuxur sem keyptar voru of stórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband