Leita í fréttum mbl.is

Nú ríkir gleði á gamla Mogga, Valhöllu og í gjörvöllum Sjálfstæðisflokknum

full5Í dag er glatt í döprum hjörtum á gamla Mogga, Valhöllu, gjörvöllum Sjálfstæðisflokknum og í svæsnustu auðvalds- og arðræningjafélögum landsins. Það sem veldur hvað mestri gleði meðal hinna döpru hjartna á þessari stundu er að nú hafi þeim loks tekist að tvítryggja auðvaldinu forsetaembættið á Bessastöðum með því að koma hlutunum þannig fyrir að annað hvort verði Katrín Jakkó forseti eða Halla Tomm, sem óumdeilanlega er næsti bær við Katrínu og Bjarnaben.

Þá gleðjast Sjálfstæðisflokksmólúkkar ákaflega yfir því að hafa á mjög auðveldan hátt fengið Katrínu Jakkó, Stenngrim Johoð, Álfheiði Inga og Swabbófjölskylduna til liðs við tærasta auðvaldið sem öllu ræður allt á. Með þessum frábæra leik telja þeir að þeim hafi tekist að leggja alla sósíalíska óra á Íslandi endanlega í rúst og þar með sé arfleifð Einars, Brynjólfs, Eðvarðs og Magnúsar Kjartanssonar steindauð. Það er bara verst að Katrín, Stenngrimur, Álfheiður og Swabbómenningin vor bara aldrei neinir sósíalistar, heldur einungis kjöftugir loddarar, snobbhænsn og eiginhagsmunaseggir af því sem kallað er ,,síðustu sort".

Alla kosningabaráttuna hefur Moggi gamli og auðvaldið haldið Katrínu fram sem sínum forsetaframbjóðanda, en núna á kjördag er engu líkara en að þessir aðilar séu búnir að taka Höllu Tomm fram yfir Katrínu og að þegar allt kemur til alls, þá sé Halla Tomm hinn raunverulegi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Mogga og auðvaldsins. Það læðist að sá grunur, að þeir sem hafa hampað Katrínu Jakobsdóttur hvað mest síðustu vikurnar, líti í raun á hana sem hlálega fígúru og viljalaust verkfæri sem hægt sé að nota í neyð, því hún sé hégómagjörn og hugsjónalaus og auðvelt að spila með hana þegar þörf er á.   


mbl.is Líður eins og sigurvegara nú þegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband