Leita í fréttum mbl.is

Uppreist æra nýfrjálshyggdólga, hrunfara og Viðskiptaráðs

x46Forsetaembættið sigldi loksins í friðarhöfn Sjálfstæðisflokksins í Valhöllu í morgun undir styrkri stjórn Viðskiptaráðs, nýfrjálshyggjudólga og hrunfara. Á bryggjunni stóð blandaður kór peníngagéðsjúklinga, braskara, gamblara og sjónhverfingamanna og söng: ,,Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að not´ann", en lúðrasveit þeirra sem öllu ráða og allt eiga lék undir.

Það er eflaus sálfræðilega gott fyrir auðvaldið að hafa loksins náð að koma hreinræktuðu afbrigði úr sínum eigin illgresisgarði á Bessastaði og verði því að góðu. Og leikaraskapur Sjálfstæðisflokksins, í aðdraganda forsetakosninganna, með ræfilstuskuna hana Katrínu var óborganlegur, þaulhugsaður og miskunnarlaus. Ja, sú á nú eftir að taka út sín verðlaun í Valhöllu; hún verður ugglaust verðlaunuð með því að fá að feta í fótspor Swabbó eitins Sendiherra og Árna Þórs og verða ambassadör í einhverri fínni borg í fínu landi.

En hvað ætli kjánarnir í VG séu að hugsa þessa stundina, eftir hrakfarir Katrínar og VG í höndum Sjálfstæðisflokksins? Sennilega ekkert, það hefir nefnilega ekki örlað á neinni hugsun, hvað þá hugsjón í VG síðustu tuttugu árin, nema þeirri göfugu hugsjón að koma sér vel við auðvaldið, smjaðra fyrir því og verða stofuhæfar fígúrur og trúðfífl við hirðina. Það verður samt forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessar fáu hræður sem eftir eru í VG bregðast við þeirri kostulegu meðferð Sjálfstæðisflokksins á þeim og Katrínu. Nú síðast fréttist af því að eitt af flokksfélögum VG hafi verið lagt niður og eignir þess seldar.     


mbl.is Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband