Leita í fréttum mbl.is

Munum við ekki öll eftir Veitingastaðnum Struensee við Amtmannstorg?

kokk2Við munum öll eftir því þegar allt tiltækt lögreglulið var kallað að veitingahúsinu Struensee  við við Amtmannstorg til að stöðva meinta mannakjötssölu, sem viðskiptavinir töldu sig hafa orðið vara við. Þetta var ekkert andskotans aumingjalegt mansalsbrask, heldur fullkomin sala á matreiddum mannaafurðum, hrygg, lærisneiðum og slátri. Allt starfsfólki og rekstaraðilarnir voru handteknir á einu bretti og stungið inn, utan einn þorpari sem reyndi að stinga af frá vettvangi, en á þann óforsjála náunga tókst Hálfdáni Varðstjóra að koma á skoti og fella hann.

Um nokkurt skeið hafði legið í lofti grunur og orðrómur um einkennilegi eldabrögð í veitingahúsinu Struensee, ketið þókti framandi að bragði og áferð og súpurnar og sósur grunsamlegar. Loks var matreiðsludómarinn Sjúrður Sckrall frá Færeyjum fenginn til að panta sér máltíð á Struensee, það voru grísalund, lærisneið í raspi og garðaslátur. Er skemmst frá að segja, að Sjúrður meitreiðsludómarai trompaðist við borðið og gaf málsverðinum þá einkunn að hann væri viðbjóðslegt drullubras úr einhverju ókennilegu hráefni. Ekki þókti Sjúrði borðvínið betra, því hann staðhæfði um leið og hann rauk í fússi frá borði, að þá skyldi hann hundur heita, tíkum .... og skít éta, ef vínið atarna væri ekki þvag úr manni, rosknum karlmanni með einhver sjúkdóm.

hálf10Svo var Hálfdán Varðstjóri og allur hans her kallaður til. Það verður lengi í minnum haft, og fært í letur á annála, að þegar Hálfdán og nokkrir röskir, vopnaðir sveinar undir hans stjórn, drógu vertinn, kokkana, þjónana og uppvaskarana út í járnhlekkjum og höfðu á brott með sér. Þetta var mikið sjónarspil og mörgum sinnum litskrúðugra en þó einhver déskotans grikkur sé tekinn úr umferð fyrir að geyma þrælinn sinn í kjallaranum og láta hann vinna fyrir fæðinu á daginn og kveldin. Hvað varð um veitingastaðinn Struensee og aðstandendur hans veit enginn með vissu, en vertinn og yfirkokkurinn hafa ekki sést síðan, en fullyrt er, að á þessum stað hafi mannakjöt og mannaslátur iðulega verið borið fyrir gesti.  


mbl.is Grunur um mansal ástæða lögregluaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband