Leita í fréttum mbl.is

Er Fjallkvendi valdastéttarinnar nákomiđ skyldmenni Ţorgeirsbola, Móra og Skottu ?

femma3Áratugum saman hafa fjölmargir Íslendingar velt vöngum yfir ţví hvađa ekkisens uppátćki og uppáfindnig ţetta Fjallkonukvendi eiginlega er. Auđvitađ hefur enginn komist ađ nokkurri niđurstöđu, allra síst vitrćnni, hvađa bölvađur uppvakningur ţer er á ferđ sem Fjallkonan atarna. Af hverju viđ höfđum ekki Ţorgeirsbola, Móra eđa Skottu fyrir sona ţjóđbilunarfígúru er öllum huliđ, líka ţeim sem tefla ţessu óféti fram snemmsumars á hverju ári.

Á Austurvelli, ţegar stertimenni auđvaldsins koma saman á 17. júní, er fastur liđur ađ leiđa ,,Fjallkonu" eins og kvígukálf á sviđ og láta hana klćmast á mćrđarvođarlegum ljóđmćlum einhvers ţeirra skálda, sem auđvaldsspírurnar sćtta sig viđ og teljast jafnvel til ţeirra. Kveđskapur sannarlegra ţjóđaskálda á borđ viđ Ţórberg Ţórđarson, Stein Steinarr, Halldór Kiljan og Megas eru ađ sjálfsögđu víđsfjarri hátíđardagskrám á ţjóđhátíđardaginn, en embćttismennirnir Bjarni Thorarensen, Matthías Jocc, Hannes Hafstein, ásamt Matta Jó á Mogganum, eru ţuldir af Fjallkvendum vítt og breitt um landiđ, tilheyrendum til ómćldra leiđinda.

ingólfurAuđvitađ veit enginn hvar og hvenćr ţetta Fjallkvendi var vakiđ upp, en skyldleikinn viđ Ţorgeirsbola og Glám hinn svenska er augljós. Máske hefir Fjallkonuauminginn komiđ upp fyrir misgrip hjá Galdra-Lofti ţegar hann freistađ ţess ađ sćra upp Gottskálk biskup grimma til ađ hafa af honum Rauđskinnu, en af ţví riti mun vera hćgt ađ lćra galdur sem kenndur var forđum í Svaraskóla. Ţess ber ađ geta, ađ áđur en Galdra-Loftur gerđi sig til viđ ađ ná Gottskálki biskupi upp á yfirborđiđ hafđi hann tekiđ ţjónustustúlku foreldra sinna, járnađ hana, lagt viđ hana beisli, og riđiđ henni síđan út og austur, heiman og heim. Ennfremur hafi Loftur barnađ vinnukonu ađ Hólum og sálgađ henni, er hann varđ vís ásigkomulags hennar, međ djöfullegum galdri. Má vera, ađ Fjallkonan eigi uppruna sinn í öđru eđa báđum ţessum fórnarlömbum Galdra-Lofts og hafi sloppiđ laus viđ áđur frágreinda uppvakningartilraun Loft í Hólakirkju og orđiđ ađ engli í hugarheimi uppskrúfađra valdsmanna, sem ráđa öllu og eiga allt.      


mbl.is „Bókin er greinilega ađ rjúka út“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband