Leita í fréttum mbl.is

Samanburđur á ölvunaraksti Timburlaka annars vegar og Kolbeins hins vegar

drunk1_1048452.jpgSvo ţeir tóku ţá ţennan andskotans Timburlaka draugfullan viđ akstur bifreiđar! Ţvílíkur bölvađur ódráttur sem ţessi mannaumingi er. Ţađ er ekki nema ár síđan Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmađur ók Rangeróver bifreiđ sinni, blinda- augafullur, út í skurđ, eđa öllu heldur ofan í gryfju, sem áđur geymdi fjóshaug en hefir um langt skeiđ veriđ hálffull af einhverri skuggalegri leđjudrullu, samblandi af mold, leir, kúaskít og dauđum hundum. Kolbeinn taldi ađ honum vćri heimilt ađ aka um ölvađur eins og honum lysti, af ţví ađ hann er framsóknarmađur og góđkunningja ráđherra.

En Timburlaki söngmađur á sér aungvar málsbćtur; hann settist af ráđnum hug undir stýri í óviđunandi ástandi og ók á brott í loftköstum. Ţađ má ţykja happ ađ ţessi lúđulaki skuli ekki hafa keyrt yfir fjölda manns í ţeirri ökuferđ er hann stofnađi til međ Bacchusi gamla konungi. Kolbeinn okkar skrifstofustjóri drap heldur aungvann ţegar hann missti Rangeróverinn ofan í kúaskítsgryfjuna utan viđ Framsóknarfjósiđ. En ţó allt hafi fariđ vel ađ lokum hjá ţeim Timburlaka og Kolbeini má ţó segja ađ hurđ hafi skolliđ nálćgt hćlum.

Í eftirmála af fjóshaugskeyrslu Kolbeins kom í ljós hve vel hann var varinn og tryggđur af ráđherrum og ţingmennum í gömlu Framsóknarmaddömunnar, ţví ţókt lögreglan kćrđi hann fyrir ölvunarakstur ţá slapp hann frá valdstjórninni án ţess svo mikiđ sem ađ borga örlitla sekt. Hins vegar má búast viđ ţví ađ Timburlaki verđi leiddur til rafmagnsstólsins í New York og grillađur fyrir framlag sitt til ölvunaraksturs. Svona getur nú borgađ sig ađ vera vel varinn af aldurhniginni Framsóknarmaddömu og húskörlum og griđkum hennar.  

 


mbl.is Justin Timberlake handtekinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband